Viðskipti

Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag

„Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Samstarf

Verðbólga eykst í 7,2 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%.

Viðskipti innlent

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Viðskipti innlent

Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira.

Viðskipti innlent

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona út­boði“

Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.

Viðskipti innlent

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Viðskipti innlent

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart

Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

Viðskipti innlent