Aflýstu flugi að ástæðulausu og greiða skaðabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 16:20 Vueling flýgur á milli Keflavíkurflugvallar og Barselóna á Spáni. Vísir/Vilhelm Spænska flugfélagið Vueling hefur verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna flugs sem var aflýst vegna veðurs. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að fluginu hafi verið aflýst að ástæðulausu. Þann 3. september 2022 var flugi Vueling frá Keflavík til Barselóna aflýst sökum slæmra veðuraðstæðna. Kvartað var til Samgöngustofu og farið fram á skaðabætur til handa farþegum sem var neitað um far í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins. Vueling hélt því fram að óviðráðanlegar aðstæður hafi leitt til aflýsingar flugferðarinnar. Í úrskurði Samgöngustofu var leitað til sérfræðings flugrekstrardeildar til að leggja mat á veðurgögn Vueling og skera úr um hvort forsvaranlegt hafi verið að aflýsa fluginu. Í svari hans kom eftirfarandi fram: „Það er ekkert í gögnunum sem þeir senda sem sýna að veður hafi verið vandamál í Keflavík. Það var TEMPO spá um aðeins lélegt skyggni, en langt yfir öllum lágmörkum fyrir lendingu í Keflavík.“ Með hliðsjón af þessu var talið að aflýsingin félli ekki í flokk óviðráðanlegra aðstæðna í skilningi reglugerðarinnar. Kvartendur fengu því greiddar 400 evrur í skaðabætur í samræmi við reglugerð. Áður hefur verið fjallað um fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu. Kom þar fram að flugfélagið hafi samtals þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna meints íslensks óveðurs. Flugvél lággjaldaflugfélagsins Vueling.EPA Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þann 3. september 2022 var flugi Vueling frá Keflavík til Barselóna aflýst sökum slæmra veðuraðstæðna. Kvartað var til Samgöngustofu og farið fram á skaðabætur til handa farþegum sem var neitað um far í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins. Vueling hélt því fram að óviðráðanlegar aðstæður hafi leitt til aflýsingar flugferðarinnar. Í úrskurði Samgöngustofu var leitað til sérfræðings flugrekstrardeildar til að leggja mat á veðurgögn Vueling og skera úr um hvort forsvaranlegt hafi verið að aflýsa fluginu. Í svari hans kom eftirfarandi fram: „Það er ekkert í gögnunum sem þeir senda sem sýna að veður hafi verið vandamál í Keflavík. Það var TEMPO spá um aðeins lélegt skyggni, en langt yfir öllum lágmörkum fyrir lendingu í Keflavík.“ Með hliðsjón af þessu var talið að aflýsingin félli ekki í flokk óviðráðanlegra aðstæðna í skilningi reglugerðarinnar. Kvartendur fengu því greiddar 400 evrur í skaðabætur í samræmi við reglugerð. Áður hefur verið fjallað um fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu. Kom þar fram að flugfélagið hafi samtals þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna meints íslensks óveðurs. Flugvél lággjaldaflugfélagsins Vueling.EPA
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira