Aflýstu flugi að ástæðulausu og greiða skaðabætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 16:20 Vueling flýgur á milli Keflavíkurflugvallar og Barselóna á Spáni. Vísir/Vilhelm Spænska flugfélagið Vueling hefur verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna flugs sem var aflýst vegna veðurs. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að fluginu hafi verið aflýst að ástæðulausu. Þann 3. september 2022 var flugi Vueling frá Keflavík til Barselóna aflýst sökum slæmra veðuraðstæðna. Kvartað var til Samgöngustofu og farið fram á skaðabætur til handa farþegum sem var neitað um far í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins. Vueling hélt því fram að óviðráðanlegar aðstæður hafi leitt til aflýsingar flugferðarinnar. Í úrskurði Samgöngustofu var leitað til sérfræðings flugrekstrardeildar til að leggja mat á veðurgögn Vueling og skera úr um hvort forsvaranlegt hafi verið að aflýsa fluginu. Í svari hans kom eftirfarandi fram: „Það er ekkert í gögnunum sem þeir senda sem sýna að veður hafi verið vandamál í Keflavík. Það var TEMPO spá um aðeins lélegt skyggni, en langt yfir öllum lágmörkum fyrir lendingu í Keflavík.“ Með hliðsjón af þessu var talið að aflýsingin félli ekki í flokk óviðráðanlegra aðstæðna í skilningi reglugerðarinnar. Kvartendur fengu því greiddar 400 evrur í skaðabætur í samræmi við reglugerð. Áður hefur verið fjallað um fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu. Kom þar fram að flugfélagið hafi samtals þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna meints íslensks óveðurs. Flugvél lággjaldaflugfélagsins Vueling.EPA Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þann 3. september 2022 var flugi Vueling frá Keflavík til Barselóna aflýst sökum slæmra veðuraðstæðna. Kvartað var til Samgöngustofu og farið fram á skaðabætur til handa farþegum sem var neitað um far í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins. Vueling hélt því fram að óviðráðanlegar aðstæður hafi leitt til aflýsingar flugferðarinnar. Í úrskurði Samgöngustofu var leitað til sérfræðings flugrekstrardeildar til að leggja mat á veðurgögn Vueling og skera úr um hvort forsvaranlegt hafi verið að aflýsa fluginu. Í svari hans kom eftirfarandi fram: „Það er ekkert í gögnunum sem þeir senda sem sýna að veður hafi verið vandamál í Keflavík. Það var TEMPO spá um aðeins lélegt skyggni, en langt yfir öllum lágmörkum fyrir lendingu í Keflavík.“ Með hliðsjón af þessu var talið að aflýsingin félli ekki í flokk óviðráðanlegra aðstæðna í skilningi reglugerðarinnar. Kvartendur fengu því greiddar 400 evrur í skaðabætur í samræmi við reglugerð. Áður hefur verið fjallað um fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu. Kom þar fram að flugfélagið hafi samtals þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna meints íslensks óveðurs. Flugvél lággjaldaflugfélagsins Vueling.EPA
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Neytendur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira