Viðskipti erlent

Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega

Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið.

Viðskipti erlent

Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum

Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun.

Viðskipti erlent

Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff

Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara.

Viðskipti erlent

Kröfuhafarnir finna ekki Halabi

Kröfuhafar leita nú dyrum og dyngjum að sýrlenska fasteignamógúlnum Simon Halabi en hann varð gjaldþrota í vikunni. Halabi hafði byggt upp gríðarstórt fasteignaveldi í London á síðustu árum en hann mætti ekki fyrir dómara þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Gjaldþrotið er vegna láns sem Halabi tók hjá Kaupthing Singer & Friedlander að uppjæð 56,3 milljónir punda. Lánið tók Halabi til þess að kaupa líkamsræktarstöðvakeðjuna Esporta árið 2007.

Viðskipti erlent

Obama telur að það versta sé afstaðið

Um 162 þúsund störf sköpuðust í einkageiranum í Bandaríkjunum í marsmánuði. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að tölurnar bendi til þess að Bandaríkjamenn séu á leiðinni út úr kreppunni og komnir í gegnum mesta brimskaflinn.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi fór í 10%

Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%.

Viðskipti erlent

Superman seldist á 190 milljónir króna

Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938.

Viðskipti erlent

Fyrrum hluthafar fá ekki neitt

Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund.

Viðskipti erlent

Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu

Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði.

Viðskipti erlent

Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið

Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan.

Viðskipti erlent

Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína

Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína.

Viðskipti erlent

Höfuðborg tölvuglæpa fundin

Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína.

Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa Volvo

Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum.

Viðskipti erlent

Um 1.500 viðskiptavinir vildu verða andlit Iceland

Um 1.500 viðskiptavinir Iceland lágvörukeðjunnar vildu verða andlit hennar út á við í nýrri auglýsingaherferð sem hefst síðar í ár. Búið er að velja 56 manns úr þessum hóp og í dag verður lokahópurinn valinn, að því er segir í frétt í Daily Star.

Viðskipti erlent

Bono óheppinn með fjárfestingar sínar

Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum.

Viðskipti erlent

Stærsta bankahneyksli í sögu Danmerkur afhjúpað

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært tvo af bönkum landsins til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun af stærðargráðunni 300 milljónir danskra kr. eða tæpa 7 milljarða kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten er þetta sagt vera stærsta bankahneyksli í sögu landsins.

Viðskipti erlent

Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook

Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.

Viðskipti erlent