Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM 11. júní 2010 10:03 Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag.Þetta kemur fram í útreikningum sem hollenska fjármálafyrirtækið ABN Amro hefur gert en hefð er fyrir því að ABN Amro reikni út hagstærðir í kringum HM og kallar slíkt Soccernomics.Eins og fyrir HM árið 2006 er Þýskaland í sviðsljósinu í Soccernomics. ABN Amro segir að sú þjóð sem sigrar HM auki landsframleiðslu sína að jafnaði um 0,7%. Þar með kæmi heiminum best að það yrðu Þjóðverjar því slíkur vöxtur á landsframleiðslunni þar í landi myndi smita mest út frá sér yfir í aðrar þjóðir. Einkaneysla Þjóðverja myndi aukast sem þýddi að þeir myndu auka innflutning sinn á erlendum vörum.Fram kemur í Soccernomics að fari svo að Þýskaland vinni sinn riðill, sem flestir telja nokkuð gefið, væri best að landið ynni Bandaríkin í 16 liða úrslitunum. Bandaríkjamenn hafa ekki þörf fyrir að auka einkaneyslu sína, hún er þegar of mikil og þarf að breytast yfir í sparnað hjá almenningi þar í landi. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag.Þetta kemur fram í útreikningum sem hollenska fjármálafyrirtækið ABN Amro hefur gert en hefð er fyrir því að ABN Amro reikni út hagstærðir í kringum HM og kallar slíkt Soccernomics.Eins og fyrir HM árið 2006 er Þýskaland í sviðsljósinu í Soccernomics. ABN Amro segir að sú þjóð sem sigrar HM auki landsframleiðslu sína að jafnaði um 0,7%. Þar með kæmi heiminum best að það yrðu Þjóðverjar því slíkur vöxtur á landsframleiðslunni þar í landi myndi smita mest út frá sér yfir í aðrar þjóðir. Einkaneysla Þjóðverja myndi aukast sem þýddi að þeir myndu auka innflutning sinn á erlendum vörum.Fram kemur í Soccernomics að fari svo að Þýskaland vinni sinn riðill, sem flestir telja nokkuð gefið, væri best að landið ynni Bandaríkin í 16 liða úrslitunum. Bandaríkjamenn hafa ekki þörf fyrir að auka einkaneyslu sína, hún er þegar of mikil og þarf að breytast yfir í sparnað hjá almenningi þar í landi.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira