Spánn er ekki í fjárhagsvanda 18. júní 2010 04:30 José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók undir það, að Spánn eigi ekki í vanda. Um það séu allir 27 leiðtogar Evrópusambandslandanna sammála: „Við teljum engan vanda vera á ferðinni, og það er sameiginleg greining okkar allra." Seðlabanki Spánar ákvað á miðvikudag að allar helstu fjármálastofnanir landsins skuli ganga í gegnum áreynslupróf. Það próf verði gagnsætt og niðurstöðurnar gerðar opinberar. Á leiðtogafundi ESB í gær sagði Zapatero að orðrómur hafi verið í alþjóðlegum fjölmiðlum um að Spánn stæði illa fjárhagslega. Þetta væri rangt. Fjölmiðlar og fjármálamarkaðurinn ættu að hlusta frekar á spænsk stjórnvöld í stað þess að eltast við óstaðfestar fréttir. „Leiðtogafundurinn samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara sömu leið og spænski seðlabankinn ákvað að fara. Allar helstu fjármálastofnanir aðildarríkjanna 27 verða settar í áreynslupróf. Það ferli verður opið og niðurstöðurnar gerðar opinberar," sagði spænski forsætisráðherrann. Niðurstöður þessa áreynsluprófs ættu að liggja fyrir seinni partinn í júlí. Zapatero á fund með Dominique Straus-Khan, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag. Þegar hann var spurður hvort tilgangur fundarins væri að leita aðstoðar sjóðsins sagði hann að um reglubundinn samráðsfund væri að ræða. „Enda hefur Spánn allt frá upphafi kreppunnar ekki þurft að leggja fjármálastofnunum til stórar fjárhæðir eins og mörg önnur ríki hafa þurft að gera, nema í undantekningartilfellum varðandi nokkur mjög smá fjármálafyrirtæki. Þvert á móti hefur Spánn lagt öðrum þjóðum eins og Grikkjum lið með fjárframlögum," sagði Zapatero í Brussel í gær. - hmp Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, segir Spánverja ekki vera á vonarvöl efnahagslega eins og orðrómur hafi verið um í fjölmiðlum að undanförnu. Þvert á móti hafi leiðtogafundur ESB samþykkt að öll aðildarríki sambandsins færu sömu leið og Spánverjar til að auka trú markaðarins á efnahagslífi Evrópu. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti tók undir það, að Spánn eigi ekki í vanda. Um það séu allir 27 leiðtogar Evrópusambandslandanna sammála: „Við teljum engan vanda vera á ferðinni, og það er sameiginleg greining okkar allra." Seðlabanki Spánar ákvað á miðvikudag að allar helstu fjármálastofnanir landsins skuli ganga í gegnum áreynslupróf. Það próf verði gagnsætt og niðurstöðurnar gerðar opinberar. Á leiðtogafundi ESB í gær sagði Zapatero að orðrómur hafi verið í alþjóðlegum fjölmiðlum um að Spánn stæði illa fjárhagslega. Þetta væri rangt. Fjölmiðlar og fjármálamarkaðurinn ættu að hlusta frekar á spænsk stjórnvöld í stað þess að eltast við óstaðfestar fréttir. „Leiðtogafundurinn samþykkti einróma á fundi sínum í gær að fara sömu leið og spænski seðlabankinn ákvað að fara. Allar helstu fjármálastofnanir aðildarríkjanna 27 verða settar í áreynslupróf. Það ferli verður opið og niðurstöðurnar gerðar opinberar," sagði spænski forsætisráðherrann. Niðurstöður þessa áreynsluprófs ættu að liggja fyrir seinni partinn í júlí. Zapatero á fund með Dominique Straus-Khan, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í dag. Þegar hann var spurður hvort tilgangur fundarins væri að leita aðstoðar sjóðsins sagði hann að um reglubundinn samráðsfund væri að ræða. „Enda hefur Spánn allt frá upphafi kreppunnar ekki þurft að leggja fjármálastofnunum til stórar fjárhæðir eins og mörg önnur ríki hafa þurft að gera, nema í undantekningartilfellum varðandi nokkur mjög smá fjármálafyrirtæki. Þvert á móti hefur Spánn lagt öðrum þjóðum eins og Grikkjum lið með fjárframlögum," sagði Zapatero í Brussel í gær. - hmp
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira