Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi 15. júní 2010 13:08 Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum. Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum.
Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira