Soros spáir kreppu í Evrópu 2011 síðan stöðnun 16. júní 2010 13:16 Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros spáir því að dökkur skuggi kreppunnar muni leggjast yfir Evrópu að nýju á næsta ári. Síðan fylgi nokkur ár í röð þar sem stöðnun ríki í efnahagsmálum álfunnar.Þetta kemur fram í viðtali CNBC sjónvarpsstöðvarinnar við Soros sem telur nánast óumflýjanlegt að kreppan muni skella á Evrópu að nýju í kjölfar mikilla sparnaðaraðgerða ríkisstjórna álfunnar. Aðgerða sem eiga að minnka gífurlegan fjárlagahalla hjá flestum ríkjunum sem samhliða glíma við miklar opinberar skuldir.„Þýskaland mun lykta eins og rósir á meðan að Evrópa mun sogast niður í djúpið," segir Soros. „Stöðnun mun ríkja í fjölda ára og hugsanlega verður ástandið enn verra."Soros segir að sparnaðaraðgerðirnar muni hafa þessar afleiðingar því að þær koma á sama tíma og eftirspurn er veik og bankakerfið brothætt. „Þetta er því áhættusöm leið," segir Soros.Fram kemur að Soros telur að regluskortur í kringum evruna og þá einkum hvernig ríki geti yfirgefið myntbandalagið feli í sér dauðann. „Innbyggðir veikleikar í evrukerfinu eru að koma upp úr kafinu í dag," segir Soros.Eitt land, Þýskaland, sker sig úr hópi Evrópuríkja, hvað framtíðarsýn Soros varðar. Hann segir að Þýskaland muni standa sig í kreppunni því landið njóti góðs af veikingu evrunnar. Sú veiking styrki útflutningsdrifið hagkerfi Þýskalands.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira