Sport

Spennan gríðar­leg þegar ein um­ferð er eftir

Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu.

Handbolti

Upp­gjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrir­heit fyrir Fram

Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. 

Handbolti

„Sviðið sem við viljum vera á“

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þess að tryggja liði sínu sigur gegn Stjörnunni í kvöld og þar af leiðandi sæti í úrslitaleik VÍS-bikars karla í körfubolta. 

Körfubolti

„Það er bara einn titill eftir“

Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, segir sitt lið einfaldlega ekki hafa spilað nógu vel til að geta tekið stig af toppliði Vals í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Handbolti

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 67-91 | Frá­bærir Vals­menn rúlluðu yfir Kefla­vík á leið sinni í bikarúrslit

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Körfubolti

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag.

Fótbolti

Heimir segir dýr­mætt að forðast fall

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti