Sport

„Ís­land er með sterkt lið“

Mike Maignan, markvörður AC Milan á Ítalíu, mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Kylians Mbappé er Frakkar sækja Íslendinga heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í fótbolta í kvöld. Hann býst við erfiðum leik.

Fótbolti

„Ekitiké er ekki slæmur“

Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn.

Fótbolti

Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld

Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla.

Fótbolti

„Leiðin­legt fyrir knattspyrnuáhugamenn“

Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi.

Fótbolti

Sanchez sleppt úr haldi

Mark Sanchez, fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni og núverandi lýsandi hjá Fox, var sleppt úr haldi lögreglunnar í Indianapolis fyrr í dag. Hann hafði verið handtekinn fyrir viku síðan eftir slagsmál í Indiana og verið í gæsluvarðhaldi síðan.

Sport

Mun Zidane taka við af Deschamps?

Einn af betri leikmönnum og þjálfurum knattspyrnusögunnar, Zinedine Zidane, er aftur á leiðinni í þjálfun eftir ansi langt hlé frá starfinu. Hann var í viðtali á íþróttahátíðinni í Trento þar sem hann fór yfir stöðuna.

Sport

Hilmar skoraði 11 stig í sigri

Hilmar Smári Henningsson spilaði rúmar 16 mínútur fyrir BC Jonava í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Litháen í dag. Liðið sigraði Nevėžis-Loan Club 86-82 og skoraði Hilmar Smári 11 stig.

Körfubolti

Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ

ÍBV naut ekki krafta Daníels Þórs Ingasonar þegar liðið tapaði fyrir Haukum með 10 marka mun fyrr í dag í Olís deild karla. Daníel varð fyrir meiðslu þegar HSÍ vann að gerð myndbands fyrir markaðsefni deildarinna.

Handbolti

Skildu ekki á­kvarðanir Rúnars í lok leiks

Sérfræðingar Körfuboltakvölds skildu ekki ákvarðanir Njarðvíkinga undir lok leiksins gegn ÍR á laugardagskvöld. Njarðvík tapaði leiknum 100-102 og fóru illa að ráði sínu í lok framlengingarinnar þegar þeir hefðu getað tekið forskotið.

Körfubolti

Von­sviknir Vals­menn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki

Valsmenn segja að háttvísin og körfuboltinn hafi tapað í gærkvöldi þegar Pablo Bertone spilaði með Stjörnunni gegn sínu gamla félagi. Þar er vísað í þá staðreynd að Bertone hafi verið dæmdur í fimm leikja bann en tekið það út með tveimur mismunandi liðum og þar með einungis misst af tveimur leikjum með Stjörnunni.

Körfubolti

Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð

Sandra María Jessen kom Köln yfir gegn Union Berlín á heimavelli í Bundesligu kvenna í þýska fótboltanum en leik lauk fyrir skömmu. Sandra hefur farið mikinn undanfarið en þetta er fjórði leikurinn í röð sem hún skorar í en Köln vann leikinn 2-1.

Fótbolti

Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri

Tryggvi Hlinason skilaði góðu framlagi í dag þegar lið hans Bilbao Basket lagði lið Jóns Axels Guðmundssonar 95-85 í ACB deildinni í  á Spáni. Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til en Bilbao leiddi með 15 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Sport

Danir fóru létt með Grikki

Danmörk tyllti sér á topp C-riðils í undankeppni HM 2026 og færist nær lokakeppninni með sigri á Grikklandi á Parken. Leikurinn fór 3-1 en Danir voru þremur mörkum yfir í hálfleik.

Fótbolti