Sport

Átta lið komin í út­sláttar­keppni Stórmeistaramótsins

Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi.

Rafíþróttir

ÍBV með góðan sigur á Haukum

ÍBV vann öruggan sex marka heimasigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta. Munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik en Eyjakonur mun sterkari í síðari hálfleik.

Handbolti

Sarri sagði upp hjá Lazio

Maurizio Sarri er hættur sem knattspyrnustjóri Lazio, viku eftir að ítalska liðið féll úr leik gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti

Víkingurinn mætir Messi

Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, hefur verið valinn í nýjasta landsliðshóp El Salvador.

Fótbolti

Krefst ellefu milljarða króna í skaða­bætur

Feli­pe Massa, fyrr­verandi öku­þór í For­múlu 1 móta­röðinni, hefur stefnt Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandinu (FIA), For­múlu 1 og Berni­e Ecc­lestone fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóra mótaraðarinnar og krefst því sem nemur rúmum ellefu milljörðum ís­lenskra króna í skaða­bætur vegna skaða sem hann, sem ökuþór Ferrari árið 2008, kveðst hafa hlotið vegna Cras­hgate hneykslis­málsins svo­kallaða.

Formúla 1

Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna.

Fótbolti

TF Besta á suð­rænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð

Hver á fætur öðrum pakka meistara­­flokkar ís­­lenskra fé­lags­liða í fót­­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­s­steinana í æfinga­­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna er­lendis í æfingaferðir fyrir komandi tíma­bil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en á­kvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar.

Íslenski boltinn