Sport

Biðlar til „klikkaðra sam­særis­kenninga­smiða“ að leita til sál­fræðings

Lög­reglan í Nor­hamptons­hire segir ekkert bendi til þess að sak­næmt at­hæfi hafi átt sér stað í kjöl­far nafn­lausra tölvu­pósta og texta­skila­boð sem ýjuðu að því að liðs­menn For­múlu 1 liðs Mercedes væru vís­vitandi að skemma fyrir öku­manni liðsins og sjö­falda heims­meistaranum Lewis Hamilton. Málið er litið al­var­legum augum þar sem að einn tölvu­pósturinn, sem kom frá ó­þekktum aðila, bar nafnið „Mögu­legur dauða­dómur fyrir Lewis.“

Formúla 1

Vestri stendur við fyrri yfir­lýsingu

Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

Íslenski boltinn

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“

For­­­maður HSÍ Guð­­­mundur B. Ólafs­­­son, segir um­­­ræðuna, sem spratt upp í kringum sam­­­starfs­­­samninga sam­bandsins við fyrir­­­­­tækin um­­­deildu, Arnar­­lax og Ra­pyd, hálf bros­­­lega og skakka. Fyrir­­­­­tækin séu stoltir sam­­­starfs­­­aðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á sam­fé­lags­miðlum um sam­starfið „vissi náttúru­­lega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Handbolti

Öryggis­vörður þekkti ekki Vincenzo Mon­tella

Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað fyrir leik Tyrklands og Portúgal á EM á laugardaginn en þegar tyrkneska liðið mætti á leikvanginn meinaði öryggisvörður Vincenzo Montella, þjálfara Tyrklands, um aðgang að vellinum.

Fótbolti

Stúkan: Sögu­línurnar úr leik KR og Víkings greindar

KR-ingar sóttu stig í greipar Íslandsmeistara Víkings í gær í fyrsta leik sínum undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Víkingar byrjuðu leikinn betur en eftir að stöðva þurfti leikinn í drykklanga stund eftir hættuspark breyttist takturinn í leiknum.

Fótbolti

Ein­faldur spænskur skyldusigur

Albanía þurfti stig, í fleirtölu, til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit EM karla í fótbolta en Spánverjar gátu tekið lífinu með ró á toppi B-riðils þegar liðin mættust í kvöld.

Fótbolti

Shaw að verða klár í slaginn með Eng­landi

Luke Shaw, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, er byrjaður að æfa á ný eftir löng meiðsli. Hann gæti því verið til taks þegar England mætir Slóveníu í lokaleik riðlakeppni EM karla í fótbolta eða þá í útsláttarkeppninni.

Fótbolti

UEFA svarar gagn­rýni vegna seinagangs

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag.

Fótbolti