Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2025 17:51 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur þrjá leiki til að snúa gengi KR við. Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, á stórt verkefni fyrir höndum eftir tap á móti ÍA á Akranesi í dag. KR-ingar eru nú þremur stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af Bestu deild karla. „Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik. KR ÍA Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Mér líður ekki sérstaklega vel. Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik en það er bara niðurstaðan. Nú stöndum við frammi fyrir þremur úrslitaleikjum, það eru níu stig í pottinum. Við ætlum að ná í þau,“ sagði Óskar eftir tapið í dag. Skagamenn skoruðu mörk eftir föst leikatriði og klaufagang í vörn KR og segir Óskar það vera sögu sumarsins. „Við slökkvum á okkur á lykilaugnablikum, það er alveg ljóst. Tvö mörk eftir föst leikatriði og eitt klaufamark. Það er það sem að færir þeim þessi mörk. Svolítið búið að vera saga sumarsins.“ „Núna þurfum að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna síðustu þrjá leikina. Ef við gerum það þá verður að koma í ljós hver staðan verður í lokin en það er það eina sem við getum hugsað um í dag,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar Hrafn og hans lærisveinar náðu ekki að stöðva spræka Skagamenn í dag.Vísir/Anton Brink Óskar Hrafn hefur ekki nákvæma skýringu á því hvers vegna KR-ingum gengur svona illa að verjast föstum leikatriðum eins og raun ber vitni. „Ef ég væri með nákvæmlega með svarið við því værum við sennilega búnir að laga það. Það er eins og það er, stundum er þetta tómatsósuáhrifin og menn verða litlir í sér.“ KR í Lengjudeild? Meðan á viðtali við Óskar Hrafn stóð heyrðist í stuðningsmönnum ÍA syngja „KR í Lengjudeild“. Hann var í kjölfarið spurður hvort hann teldi hættu á að það gæti orðið að veruleika. „Ef við föllum þá er það út af félagið er á þeim stað sem það á skilið. Ég segi samt, ekki fagna of mikið. Það eru níu stig eftir í pottinum. Ef það er einhver sem þekkir Lengjudeildina vel þá er það Skaginn. Þeir hafa verið þar í mörg ár og vita það að vera þar er enginn dauðadómur yfir félagi.“ KR-ingar eiga þrjá leiki eftir á móti Aftureldingu, ÍBV og Vestra. Ljóst er að Vesturbæingar þurfa að leggja allt í sölurnar til að halda liðinu uppi í deild þeirra bestu. „Auðvitað ætlum við að vinna síðustu þrjá leiki og sjá hvort við verðum áfram meðal þeirra bestu,“ sagði Óskar Hrafn að lokum en viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, sem var að vonum sáttur eftir leik.
KR ÍA Besta deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira