Sport

Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið

Wayne Rooney segir að Max Dowman hafi komið sér á kortið með innkomu sinni í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í gær. Dowman er næstyngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fimmtán ára og 234 daga gamall.

Enski boltinn

Fjár­magnar tennis­ferilinn á On­lyFans

Þrátt fyrir að hafa halað inn yfir tvær milljónir dollara í verðlaunafé á ferlinum ákvað Sachia Vickery að drýgja tekjurnar á OnlyFans. Vickery meiddist á öxl árið 2018 og var frá keppni í sex mánuði og leitaði þá nýrra leiða til að draga björg í bú.

Sport

Fáni stuðnings­manna Palace til rann­sóknar

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið framferði stuðningsmanna Crystal Palace til athugunar eftir leik Palace og Nottingham Forest í dag en risastór fáni sem gerði rætið grín að Evangelos Marinakis, eiganda Forest, vakti mikla athygli í stúkunni.

Fótbolti

„Hefði viljað þriðja markið“

“Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag.

Sport

„Við vorum skít­hræddir“

„Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag.

Sport

Mbappé af­greiddi Real Ovi­edo

Real Madrid er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Real Ovi­edo á útivelli í kvöld 0-3.

Fótbolti

Albert lagði upp mark Fiorentina

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina byrjuðu tímabilið í Seríu A á 1-1 jafntefli gegn Cagliari í kvöld en heimamenn í Cagliari jöfnuðu metin í blálokin.

Fótbolti

Sjáðu mark Júlíusar í Sví­þjóð

Júlíus Magnússon skoraði fyrir Elfsborg í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið varð samt að sætta sig við svekkjandi tap á heimavelli, 2-1, gegn einu af neðstu liðunum, Halmstad. Fleiri Íslendingar voru á ferðinni í Svíþjóð.

Fótbolti

Arnar og Bjarki unnu golf­mót

Þó að tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir séu þekktari fyrir afrek sín tengd fótbolta þá kunna þeir greinilega líka að vinna vel saman í golfi.

Golf

„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupa­heiminum“

Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag.

Sport