Skoðun

Rang­færslur um Ísrael og Palestínu leið­réttar

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Undanfarna áratugi hefur samfélagsumræðan um Ísrael og Palestínu verið uppfull af rangfærslum. Margar þeirra rekja uppruna sinn til jaðarhugmynda öfgahópa upp úr miðri síðustu öld. Með aukinni neikvæðri umfjöllun um Ísrael hafa þessar staðhæfingar því miður hlotið almennt brautargengi.

Skoðun

Ó Ragnar, ó bei­bí, ó bei­bí

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Það hafa verið erjur í verkalýðshreyfingunni og mikið áreiti hefur átt sér stað á forsvarsmenn hennar. Ég sem launamaður fylgist með og velti því fyrir mér hvort hægt sé að treysta verkalýðshreyfingunni að horfa yfir borðið og hugsa í lausnum.

Skoðun

Á­hrif hækkunar stýri­vaxta á fast­eigna­markaðinn

Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Seðlabanki Íslands hefur gripið til þess að hækka stýrivexti til að slá á mikla þenslu á húsnæðismarkaði. Þetta hefur leitt til þess að vaxtastig hefur hækkað umtalsvert hér á landi undanfarin misseri. Útlit er fyrir að bankinn haldi áfram hækka vexti og því mikilvægt að rýna aðeins í stöðuna sem birtist okkur á lánamarkaði.

Skoðun

Þau ábyrgu og við hin

Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar

„Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “

Skoðun

Veg­gjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrar­kostnað

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum.

Skoðun

6 kr/km

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Það hefur verið hávær umræða í gangi um breytta gjaldtöku í samgöngum. Annarsvegar hefur umræðan snúist um veggjöld á stærri verkefnum tengt jarðgöngum og brúarsmíði. Hinsvegar hefur umræðan snúist um ójafnvægi í núgildandi gjaldtöku þar sem nýorkubílar eru undanskyldir enda gjaldið tekið í gegnum sölu á bensíni og dísil. Hér verður ekki rætt um möguleg gangna- og brúargjöld enda myndu bifreiðar greiða slík gjöld að jöfnu óháð orkugjafa.

Skoðun

Hæg­fara dauði leik­skóla­kennarans

Súsanna Ósk Gestsdóttir skrifar

Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar.

Skoðun

Wellferðarríkið Ísland, er von?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Taktu til við að tvista, lag fjörmanna kemur gjarnan upp í huga mér er ráðherra fjármála hefur upp raust sína í þá átt að réttlæta sjálfan sig og sínar gjörðir og nátengdra. Lagið fjallar meðal annars um manninn sem kýlir kviðinn og kann svo vel að skjóta vandamálagalleríinu á frest.

Skoðun

Þorpið mitt

Ágústa Ragnarsdóttir skrifar

Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt.

Skoðun

Opið bréf til Gunnars Þor­steins­sonar í Krossinum

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar

Gunnar, ég vona að þú getir svarað nokkrum spurningum. Ég er búin að vera búsett erlendis í áratugi og fylgist þar af leiðandi stopult með á Íslandi. Ég hef hins vegar rekið augun núna upp á síðkastið, í yfirlýsingar frá þér sem ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir.

Skoðun

Þegar embættismenn fara ekki að lögum

Sævar Þór Jónsson skrifar

Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað.

Skoðun

Aukið flækjustig í sáttameðferð foreldra

Lárus Sigurður Lárusson skrifar

Árið 2012 var nýju ákvæði 33. gr. a bætt inn í barnalög nr. 76/2003. Með ákvæðinu, sem tók gildi 1. janúar 2013, var foreldrum gert skylt að leita sátta áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför. Síðan þá hefur nokkuð reynt á túlkun og beitingu þessa ákvæðis fyrir dómi og hafa dómstólar markað nokkuð skýra túlkun á lágmarks inntaki sáttameðferðar samkvæmt ákvæðinu.

Skoðun

Inn­taka leik­skóla­barna í borginni – hvað er best fyrir börnin?

Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar

Í ljósi mikilla átaka um inntöku barna í leikskóla borgarinnar þá viljum við í Fyrstu fimm, hagsmunafélag foreldra og fagaðila um fyrstu ár í lífi barna, benda á mikilvægi þess að þarfir ungra barna séu alltaf settar í öndvegi í allri stefnumótun er þau varða.

Skoðun

Berum virðingu, vöndum okkur

Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir skrifa

Vegna óvæginna og meiðandi orða eins af bæjarfulltrúum okkar góða sveitarfélags viljum við undirrituð koma eftirfarandi á framfæri.

Skoðun

Verkk­víði ríkis­stjórnar í lofts­lags­málum

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki.

Skoðun

Stríðið er tapað

Lenya Rún Taha Karim skrifar

Stríðið gegn vímuefnum er tapað. Það virðist ekki skipta máli hversu miklum peningum og starfskröftum við verjum í það, einhvern veginn standa vímuefnin alltaf upp sem sigurvegarinn. Ekki einu sinni langstærsta haldlagning á kókaíni í sögunni er talin hafa nein teljandi áhrif á vímuefnamarkaðinn. Sölumenn hafa alla vega ekki miklar áhyggjur: „Það er alltaf nóg til af dópi.“

Skoðun

Léttum á læknunum

Gunnlaugur Már Briem skrifar

Það er hvorki nýtt af nálinni né ætti að koma nokkrum manni á óvart að bið eftir bókuðum tímum á heilsugæslum landsins er mun lengri en æskilegt getur talist. Þetta er vandamál sem hefur verið meira eða minna viðvarandi.

Skoðun

Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. 

Skoðun

Bjarni er bestur í að vera verstur

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Bjarni Benediktsson er með 2.131.788 kr. í mánaðarlaun fyrir að vera fjármálaráðherra yfir ríkissjóði sem veltir um 1.138 milljörðum króna.

Skoðun

Hvað græðum við á lofts­lags­að­gerðum?

Alexandra Ýr van Erven skrifar

Miðað við hægagang stjórnvalda í viðbrögðum sínum við yfirvofandi loftslagshamförum mætti halda að ábatinn af því að ráðast í aðgerðir fyrir samfélagið í heild sé ekki nægilega skýr.

Skoðun

Glæpur gegn mannkyni

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid.

Skoðun

Að setja sig í spor lang­veikra

Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Það er því miður staðreynd að stór hluti fólks sem tekst á við langvinn veikindi missir smám saman tengingu við þá tilveru sem aðrir lifa og hrærast í. Það myndast gjá á milli okkar og ykkar hinna. Með tímanum verður gjáin stærri, við finnum að við tilheyrum ekki lengur okkar fyrri veruleika og grundvöllur innihaldsríkrar tengingar við annað fólk verður sífellt takmarkaðri.

Skoðun

Hvað er planið?

Sara Dögg Svanhildardóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa

Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskriftúr framhaldsskóla.

Skoðun

Kvartað yfir klofinni ríkis­stjórn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fulltrúar Evrópusambandsins, sem höfðu það verkefni með höndum að hafa eftirlit með framgangi umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á sínum tíma, lýstu því ítrekað yfir að það ylli verulegum áhyggjum að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu sinni til þess hvort ganga ætti þar inn. Einnig að innan stjórnarflokkanna væri eins ekki einhugur um málið.

Skoðun

Raun­hæfar lausnir fyrir börn og for­eldra í Kópa­vogi

Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa

Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022.

Skoðun