Sníða sér stakk eftir vexti Guðni Magnús Ingvason skrifar 2. maí 2024 14:01 Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun