Sníða sér stakk eftir vexti Guðni Magnús Ingvason skrifar 2. maí 2024 14:01 Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun