Burt með pólitík á Bessastöðum Kristmundur Carter skrifar 3. maí 2024 08:15 Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun