Skoðun

Við eigum skilið Höllu Tómas­dóttur!

Thor Ólafsson skrifar

Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi.Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga.

Skoðun

Halla Hrund Logadóttir: Framtíðarforseti Ís­lands?

Sandra B. Franks skrifar

Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum. Staðan er hins vegar sú að hún stendur þeim framar sem efnilegur valkostur í embætti forseta Íslands. 

Skoðun

Að sitja vel í sjálfri sér

Kolbrún Sverrisdóttir skrifar

Ekki er ofsögum sagt að spenna sé farin að færast í baráttuna um forsetaembættið. Fjöldi frambjóðenda, sem öll eru vel frambærilegt fólk, gefur kost á sér og vilja líklega öll gera þjóð sinni gagn. Ég hef frá fyrsta degi kosningabaráttunnar fylgst vel með umræðunni, sérstaklega á samfélagsmiðlum, og verð að segja að hún er oft á tíðum mjög ómálefnaleg og full af óskiljanlegu hatri og neikvæðum tilfinningum í garð fólks sem við þekkjum lítið og sum ekkert.

Skoðun

Halla Tómas­dóttir fyrir okkur unga fólkið

Kári Sigfússon skrifar

1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur.

Skoðun

Kjósum al­vöru for­seta en ekki ó­breytt á­stand

Kári Allansson skrifar

Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný.

Skoðun

Ætlar auð­valdinu loks að takast að ráða í for­seta­em­bættið?

Reynir Böðvarsson skrifar

Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst.

Skoðun

Ég kýs Katrínu!

Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er.

Skoðun

Opin­ber um­ræða í þágu hugsunar

Gunnar Snorri Árnason skrifar

Fyrir rúmum mánuði birtist pistill á Vísi að nafni „Opinber umræða fyrir hvern?“ eftir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, sem svar við öðrum pistli eftir Helga Áss borgarfulltrúa. Þar fjallar hún um hvernig umræða um hormónameðferðir barna með kynama ætti að eiga sér stað innan fagteyma, svo sem trans teyma spítalans en ekki á opinberum vettvangi. Hún segir þessa afstöðu skynsamlega vegna þess að málaflokkurinn krefjist þekkingar sem til að mynda sérfræðingar í þessum meðferðum búa yfir. Ég tel að það sé ákveðið sannleikskorn í pistli hennar. Á sama tíma sé ég þetta í ólíku ljósi og langar mig að fjalla stuttlega um það hér.

Skoðun

Hefur allt til brunns að bera

Árný Björg Blandon skrifar

Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu.

Skoðun

Brjótum heimsblað!

Hallgrímur Helgason skrifar

Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. 

Skoðun

Kjósum for­seta sem við treystum

Ingileif Jónsdóttir skrifar

Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis.

Skoðun

Það skiptir máli hver er for­seti landsins

Unnar Geir Unnarsson skrifar

Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina.

Skoðun

Sjálf­stæði eða fall?

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. 

Skoðun

Afturbatapíka í skil­greiningu HKL

Steingrímur Gunnarsson skrifar

Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi.

Skoðun

Ó, vakna þú mín Þyrni­rós!

Ólafur H. Ólafsson skrifar

Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins?

Skoðun

Kryddum til­veruna í skrautbúning

Ásdís Rán Gunnarsdóttir skrifar

Mér er minnisstæð mynd af Guðrúnu Katrínu þar sem hún situr í þjóðbúningnum eftir að Ólafur Ragnar var kosinn forseti, hún var einstök kona og við deilum því saman að vera ljón fæddar þann 12. og 14. ágúst. Þjóðbúningurinn hafði sterk áhrif á mig unga og nú í tilefni framboðsins langaði mig að prófa að klæðast honum.

Skoðun

Hví Halla Hrund? – Skyldulesning!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum.

Skoðun

Sann­gjarnt líf­eyris­kerfi: Nei­kvæða eða já­kvæða hvata til að virkja fatlað fólk til at­vinnu­þátt­töku ?

Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason skrifa

Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu.

Skoðun

Minn maður mun standa í lappirnar

Helgi Pétursson skrifar

Halla Hrund Logadóttir er minn maður. Við hljótum að fagna því innilega þegar ung, hæfileikarík og vel menntuð kona gefur kost á sér til embættis forseta Íslands og hefur til þess alla burði.

Skoðun

Þetta snýst um orkuna

Hildur Sif Thorarensen skrifar

Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best.

Skoðun

Dýr­mætt vega­nesti í for­seta­em­bættið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir.

Skoðun

Af hverju er Baldur mitt val

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar

Ég er alin upp við mjög opin skoðanaskipti og almennt heilbrigðar umræður um líðandi stund. Sjaldnast var það þannig að allir væru sammála en það er líka svo mikilvægt þegar maður vinnur að því að móta sínar eigin skoðanir en um leið bera virðingu fyrir öðrum skoðunum.

Skoðun

Í djúpneti ís­lenskra stjórn­mála

Magnús Guðmundsson skrifar

Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

Skoðun

Hval­veiðar á Ís­landi, löng saga spillingar og sérhagsmunatengsla

Valgerður Árnadóttir skrifar

Hvalveiðar hafa verið stundaðar í heiminum í þúsundir ára og í hundruð ára í hafinu í kringum Ísland, en saga hvalveiða Íslendinga sjálfra eiga sér þó ekki langa sögu. Einn af okkar þekktustu andstæðingum hvalveiða var Jóhannes S. Kjarval sem málaði myndina „Hið stóra hjarta” sem er meðfylgjandi og birti í Morgunblaðinu árið 1948 ásamt hugvekju um mikilvægi þess að við verndum hvali;

Skoðun

Já­kvæðni á Bessa­stöðum

Þorsteinn Magnússon skrifar

Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut?

Skoðun