Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:31 „Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
„Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast” var fyrirsögnin þar sem niðurstaða Mannréttinda Dómstóls Evrópu er reifaður í máli Maríu Sjafnar gegn íslenska ríkinu. Það var staðfest að íslenska ríkið braut á rétti hennar með því að láta mál hennar fyrnast í höndum lögreglu. Það tók 6 ár að fá þessa niðurstöðu, sem er þrátt fyrir það ákveðin sigur, en María Sjöfn hóf að leita réttar síns gagnvart íslenska ríkinu árið 2019. Ég kæri til lögreglu í september 2021 og fæ tilkynningu um það í september 2024 að málið mitt hafi fyrnst í höndum lögreglu. Því spyr ég hversu mörg í viðbót? Nú er ég nýlega farin að leita réttar míns vegna þess að mál mitt fyrnist í höndum lögreglu. Mun það líka taka 6 ár? Og mun eitthvað vera orðið breytt á þessum 6 árum? Í janúar síðastliðinn staðfesti ríkissaksóknari fyrninguna á málinu mínu í bréfi: Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 81. gr. og 5. mgr. 82. gr. hegningarlaga liggur því fyrir að sök fyrntist á meðan málið var til meðferðar hjá embætti lögreglustjórans á höfuborgarsvæõinu, sbr. rökstuðning embættisins sem tekinn er upp hér að framan. Þar af leiðandi er ljóst að ekki er grundvöllur til að halda rannsókn málsins áfram þar sem ekki verður refsað fyrir háttsemi þegar sök er fyrnd samkvæmt 6. mgr. 82. gr. hegningarlaga. Með vísan til framangreinds er hin kærða ákvörðun staðfest. Ríkissaksóknari gerir athugasemd við hinn afar langa málsmeðferðartíma sem hefur leitt til þess að ekki verður tekin efnisleg afstaða til sakarefnis málsins. Ríkissaksóknari beinir því til lögreglustjórans að gæta sérstaklega að meferð mála sem hafa skamman fyrningarfrest. Hvernig má það vera að ríkissaksóknari, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins, geti einungis gert smávægilegar athugasemdir við niðurstöður sem Mannréttindadómstóll Evrópu skilgreinir sem brot á réttindum til réttlátrar málsmeðferðar? Dómsmálaráðherra hefur nú tjáð sig um málið sem ég vitna í hérna í upphafi og segir meðal annars að “ég sem dómsmálaráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist”. En ég velti fyrir mér hvort dómsmálaráðherra geri sér grein fyrir algengi þess að brot fyrnast í höndum lögreglu og að það sé vandamál sem er ekki einungis bundið við einn málaflokk. Nú er ég ekki lögfræðingur en velti því samt sem áður upp hvort það væri ekki réttast að fyrningarfrestur eigi ekki við þegar brotaþoli er búinn að leggja fram kæru í máli? Það kæmi alfarið í veg fyrir að brot gætu fyrnst í höndum lögreglu. Sérstaklega í ljósi þess að æðri handhafar ákæruvaldsins hér á landi virðast algjörlega valdalaus í þessum efnum. Réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum og þá sérstaklega í kynbundnum ofbeldismálum. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu verður að leiða til breytinga á lagarammanum og kerfinu. Annars ítreka ég spurningu mína um hversu mörg mál í viðbót þurfa að fyrnast í höndum lögreglu til að eitthvað breytist? Höfundur er félagsráðgjafi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun