Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 27. ágúst 2025 19:33 Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar