Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar 26. ágúst 2025 18:00 Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skóla án aðgreiningar er ein sú fallegasta sem menntakerfið okkar hefur tekið að sér. Hún byggir á þeirri einföldu en djúpu hugsjón að öll börn eigi rétt á því að ganga í skóla og njóta þar jafns aðgengis að menntun, óháð færni, bakgrunni eða þörfum. Á blaði er þetta ótrúlega mannúðleg sýn og í takt við hugmyndir um jafnrétti og félagslega þátttöku. En þegar horft er til daglegs veruleika innan skólanna blasir önnur mynd við, mynd sem einkennist af brotakenndri framkvæmd, misjöfnum vinnubrögðum og skorti á samræmdri eftirfylgni. Fögur orð en lítið um verkfæri Það er ekki hægt að ætlast til þess að hugmyndir um skóla án aðgreiningar blómstri án þess að kennarar hafi skýrar leiðbeiningar, stuðning og verkfæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Umsjónarkennari er í dag oft settur í ómögulega stöðu, hann ber hitann og þungann af því að tryggja að allir nemendur í bekknun fái þá einstaklingsmiðuðu kennslu sem þeir þurfa, án þess að hafa nægan tíma, mannskap eða sérhæfð úrræði sér við hlið. Þegar nemandi þarf meiri aðlögun en kennarinn ræður við, hver á þá að grípa boltann? Á umsjónarkennari að bera alla ábyrgðina? Eða ætti að vera innan skólanna, teymi sérfræðinga sem taka við þegar umstangið verður of mikið?Hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar krefst þess í raun að slíkt stuðningsnet sé til staðar, annars er hætt við að hún verði aðeins fögur orð á blaði. Ábyrgð og eftirfylgni Stóra spurningin sem brennur á mörgum er: hver ber ábyrgð á því að lögum og stefnum um skóla án aðgreiningar sé fylgt eftir? Er það sveitarfélagið, menntamálaráðuneytið, skólarnir sjálfir eða hver og einn kennari? Í dag virðist ábyrgðin oft dreifast svo mikið að hún hverfur. Það vantar skýra verkferla sem tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þeir eiga rétt á, óháð því í hvaða skóla þau ganga í. Á meðan er það kennarinn sem stendur einn í framlínunni og reynir sitt besta. Dómharka setur mark sitt Það sem gerir þetta enn flóknara er dómharkan sem margir nemendur mæta. Þeir sem fá stuðning eru stundum stimplaðir sem ,,erfiðir‘‘ eða ,,óhæfir‘‘ og jafnvel meðal samnemenda myndast fordómar. Þetta hefur bein áhrif á líðan barnanna og þar með námsframvindu þeirra. Í skóla án aðgreiningar á dómharka ekki að öðlast rými, en til að vinna gegn henni þarf markvissa fræðslu, jákvæða menningu innan skólanna og samstillt átak allra sem koma að menntun barna. Hvar stöndum við í dag? Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar er í senn stórkostlega falleg en jafnframt mjög krefjandi. Hún getur skapað skólaumhverfi þar sem fjölbreytileiki er fagnaðarefni og öll börn fá að blómstra á eigin forsendum. En til þess þarf að byggja upp raunverulega verkfærakistu fyrir kennara, tryggja sérfræðinga innan skólanna sem styðja við bakið á þeim og skapa skýra ábyrgðarkeðju þar sem öllum er ljóst hver á að grípa inn í og hvenær.Án slíks stuðnings hættir hugmyndin um skóla án aðgreiningar að vera lifandi veruleiki og verður í staðinn hálfgerð sýndarmennska, stefna sem allir segjast styðja en fæstir hafa raunhæfar aðstæður til að framfylgja. Samantekt Skóli án aðgreiningar er ekki aðeins stefna, þetta er loforð til barnanna okkar. Loforð um að þau skipti öll máli, að þú eigi öll skilið að vera hluti af samfélagi þar sem þau eru metin að verðleikum. En loforð eru lítils virði nema þau séu efnd. Ef við ætlum að standa undir þessari hugsjón verðum við að færa hana úr orðræðu yfir í framkvæmd, með samstilltu átaki, raunverulegum stuðningi og ábyrgð sem ekki er hægt að víkja sér undan. Höfundur er meistaranemi í grunnskólakennslu yngri barna.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun