Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 27. ágúst 2025 14:30 Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Hvalveiðar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun