Lífið

Matti úr Hatara til Þjóðleikhússins

Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, hefur verið ráðinn í starf listræns ráðunautar Þjóðleikhússins. Matthías hefur víðtæka reynslu úr íslensku leikhús- og menningarlífi en er þekktastur fyrir leikverk sín og þátttöku í hljómsveitinni Hatara.

Menning

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Lífið

Náði að fjar­lægjast ástar­sorgina með tón­listinni

„Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin.

Tónlist

Sophia Loren vistuð á spítala

Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 

Lífið

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Tónlist

Hulk Hogan orðinn giftur maður

Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 

Lífið

Kyndir undir orð­róminn um nýtt ástar­sam­band

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld.

Lífið

Fékk milli­nafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björg­vins

Edda Lovísa Björg­vins­dóttir segir því hafa fylgt á­kveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björg­vins­dóttur. For­eldrar hennar hafi gefið henni milli­nafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjöl­skylduna hafa átt erfitt með On­lyFans ferilinn í upp­hafi og segist Edda stefna á kvik­mynda­gerð.

Lífið

„Heiðrum minningu hans í dag“

„Námið við Söngskólann í Reykjavík var stór þáttur í vegferð minni,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona. Hún er meðal þeirra gesta sem koma fram á 50 ára afmælishátíð Söngskólans í Reykjavík sem haldin verður í dag. 

Lífið