Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 11:09 Össur þegar hann tók við verðlaununum í morgun. Kópavogur Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Þar segir að Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, hafi afhent Össuri viðurkenningarskjal og blóm í tilefni dagsins. Vinir, samstarfsfólk og fjölskylda Össurar voru viðstödd athöfnina auk Skólahljómsveitarinnar sem lék nokkur lög sem hafa verið útsett af Össuri. Össur hefur verið skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs frá árinu 1993 en hann hóf störf sem kennari við Skólahljómsveitina árið 1987. Þess má geta að tónlistarferill hans hófst í Skólahljómsveitinni, þegar hann var 11 ára gamall og nýfluttur í Kópavog. „Það er sannur heiður að fá að útnefna Össur Geirsson sem heiðurslistamann Kópavogs. Starf hans er magnað, í menningu, listum, uppeldi og aðhlynningu barna og ungmenna bæjarins um áratuga skeið. Við hjá Kópavogsbæ erum þakklát fyrir að hafa notið starfskrafta Össurar og við í Lista- og menningarráði erum stolt af valinu á heiðurslistamanni Kópavogs,“ sagði Elísabet Berglind Sveinsdóttir við tækifærið. Margrét Tryggvadóttir, Elvar Helgason, Soffía Karlsdóttir, Össur Geirsson, Elísabet Berglind Sveinsdóttir, Árni Pétur Árnason, Ísabella Leifsdóttir.kópavogur Vanmetið að opna undraheima listarinnar fyrir börnum Stærstan hluta starfsævi sinnar hefur Össur helgað börnum, ungmennum og tónlistaruppeldi og hlaut hann viðurkenningu Barnaheilla fyrir óeigingjarnt starf með börnum og ungmennum fyrir tveimur árum síðar. „Að opna undraheima listarinnar fyrir börnum er mikilvægt starf og hugsanlega stundum svolítið vanmetið. Hvort sem um er að ræða tónlist, ritlist eða myndlist þá hef ég þá trú að listirnar gefi okkur góða og fallega sýn á lífið og allt það góða sem það hefur að bjóða,“ sagði Össur við tækifærið og bætti við að tónlistaruppeldi væri það sem stæði honum næst. „Mér finnst svo mikilvægt að kynna alls konar tónlist fyrir börnum, bæði nýja og gamla tónlist, gæðatónlist sama hvaða tónlistarstíl við erum að tala um. Það er gaman að koma saman í hljómsveit og búa til tónlist og bæði upplífgandi og gefandi að finna góðan samhljóm og vita að maður á sinn þátt í að framkalla þennan galdur. Þetta er eitthvað sem allir tónlistarnemendur taka með sér út í lífið, hvort sem þau le ggja tónlistina fyrir sig sem starf eða áhugamál.“ Lista- og menningarráð Kópavogs velur heiðurslistamann Kópavogs. Meðal þeirra sem hafa hlotið viðurkenninguna eru Björn Guðjónsson stofnandi Skólahljómsveitarinnar og fyrsti stjórnandi, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Baltasar Samper myndlistarmaður, Þórunn Björnsdóttir stjórnandi kórs Kársnesskóla og Kristín Þorkelsdóttir hönnuður. Náms- og starfsferill Össurar Össur hóf nám í tónlistarskóla FÍH þegar hann var stofnaður og lauk þaðan prófi á básúnu árið 1987. Hann var samhliða því námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með blásarakennarapróf árið 1988. Hann lagði stund á framhaldsnám í útsetningum og tónsmíðum í Berklee College of Music í Boston. Árið 1987 hóf Össur störf sem kennari við Skólahljómsveit Kópavogs og tók síðan við starfi skólastjóra árið 1993. Samhliða því hefur hann kennt við Tónlistarskóla FÍH, Tónskóla Sigursveins, Skólahljómsveit Austurbæjar og Listaháskóla Íslands. Megnið af listsköpun Össurar hefur snúist í kring um börn, ungmenni og tónlistaruppeldi. Össur hefur samið og útsett fjölda laga fyrir lúðrasveitir, bæði barnasveitir og sveitir fullorðinna eða alls um 500 tónverk. Hann hefur komið fram með ýmsum tónlistarhópum sem stjórnandi, útsetjari eða hljóðfæraleikari, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar. Hann hefur einnig leikið með með fjölda listamanna í dægurlaga- og jassheiminum, til dæmis Stuðmönnum, SigurRós og Bubba Morthens. Menning Kópavogur Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þar segir að Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, hafi afhent Össuri viðurkenningarskjal og blóm í tilefni dagsins. Vinir, samstarfsfólk og fjölskylda Össurar voru viðstödd athöfnina auk Skólahljómsveitarinnar sem lék nokkur lög sem hafa verið útsett af Össuri. Össur hefur verið skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs frá árinu 1993 en hann hóf störf sem kennari við Skólahljómsveitina árið 1987. Þess má geta að tónlistarferill hans hófst í Skólahljómsveitinni, þegar hann var 11 ára gamall og nýfluttur í Kópavog. „Það er sannur heiður að fá að útnefna Össur Geirsson sem heiðurslistamann Kópavogs. Starf hans er magnað, í menningu, listum, uppeldi og aðhlynningu barna og ungmenna bæjarins um áratuga skeið. Við hjá Kópavogsbæ erum þakklát fyrir að hafa notið starfskrafta Össurar og við í Lista- og menningarráði erum stolt af valinu á heiðurslistamanni Kópavogs,“ sagði Elísabet Berglind Sveinsdóttir við tækifærið. Margrét Tryggvadóttir, Elvar Helgason, Soffía Karlsdóttir, Össur Geirsson, Elísabet Berglind Sveinsdóttir, Árni Pétur Árnason, Ísabella Leifsdóttir.kópavogur Vanmetið að opna undraheima listarinnar fyrir börnum Stærstan hluta starfsævi sinnar hefur Össur helgað börnum, ungmennum og tónlistaruppeldi og hlaut hann viðurkenningu Barnaheilla fyrir óeigingjarnt starf með börnum og ungmennum fyrir tveimur árum síðar. „Að opna undraheima listarinnar fyrir börnum er mikilvægt starf og hugsanlega stundum svolítið vanmetið. Hvort sem um er að ræða tónlist, ritlist eða myndlist þá hef ég þá trú að listirnar gefi okkur góða og fallega sýn á lífið og allt það góða sem það hefur að bjóða,“ sagði Össur við tækifærið og bætti við að tónlistaruppeldi væri það sem stæði honum næst. „Mér finnst svo mikilvægt að kynna alls konar tónlist fyrir börnum, bæði nýja og gamla tónlist, gæðatónlist sama hvaða tónlistarstíl við erum að tala um. Það er gaman að koma saman í hljómsveit og búa til tónlist og bæði upplífgandi og gefandi að finna góðan samhljóm og vita að maður á sinn þátt í að framkalla þennan galdur. Þetta er eitthvað sem allir tónlistarnemendur taka með sér út í lífið, hvort sem þau le ggja tónlistina fyrir sig sem starf eða áhugamál.“ Lista- og menningarráð Kópavogs velur heiðurslistamann Kópavogs. Meðal þeirra sem hafa hlotið viðurkenninguna eru Björn Guðjónsson stofnandi Skólahljómsveitarinnar og fyrsti stjórnandi, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Baltasar Samper myndlistarmaður, Þórunn Björnsdóttir stjórnandi kórs Kársnesskóla og Kristín Þorkelsdóttir hönnuður. Náms- og starfsferill Össurar Össur hóf nám í tónlistarskóla FÍH þegar hann var stofnaður og lauk þaðan prófi á básúnu árið 1987. Hann var samhliða því námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með blásarakennarapróf árið 1988. Hann lagði stund á framhaldsnám í útsetningum og tónsmíðum í Berklee College of Music í Boston. Árið 1987 hóf Össur störf sem kennari við Skólahljómsveit Kópavogs og tók síðan við starfi skólastjóra árið 1993. Samhliða því hefur hann kennt við Tónlistarskóla FÍH, Tónskóla Sigursveins, Skólahljómsveit Austurbæjar og Listaháskóla Íslands. Megnið af listsköpun Össurar hefur snúist í kring um börn, ungmenni og tónlistaruppeldi. Össur hefur samið og útsett fjölda laga fyrir lúðrasveitir, bæði barnasveitir og sveitir fullorðinna eða alls um 500 tónverk. Hann hefur komið fram með ýmsum tónlistarhópum sem stjórnandi, útsetjari eða hljóðfæraleikari, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar. Hann hefur einnig leikið með með fjölda listamanna í dægurlaga- og jassheiminum, til dæmis Stuðmönnum, SigurRós og Bubba Morthens.
Náms- og starfsferill Össurar Össur hóf nám í tónlistarskóla FÍH þegar hann var stofnaður og lauk þaðan prófi á básúnu árið 1987. Hann var samhliða því námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með blásarakennarapróf árið 1988. Hann lagði stund á framhaldsnám í útsetningum og tónsmíðum í Berklee College of Music í Boston. Árið 1987 hóf Össur störf sem kennari við Skólahljómsveit Kópavogs og tók síðan við starfi skólastjóra árið 1993. Samhliða því hefur hann kennt við Tónlistarskóla FÍH, Tónskóla Sigursveins, Skólahljómsveit Austurbæjar og Listaháskóla Íslands. Megnið af listsköpun Össurar hefur snúist í kring um börn, ungmenni og tónlistaruppeldi. Össur hefur samið og útsett fjölda laga fyrir lúðrasveitir, bæði barnasveitir og sveitir fullorðinna eða alls um 500 tónverk. Hann hefur komið fram með ýmsum tónlistarhópum sem stjórnandi, útsetjari eða hljóðfæraleikari, til dæmis Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveit Íslensku óperunnar. Hann hefur einnig leikið með með fjölda listamanna í dægurlaga- og jassheiminum, til dæmis Stuðmönnum, SigurRós og Bubba Morthens.
Menning Kópavogur Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira