Mamma byrjuð að undirbúa stúdentsveislu þegar fregn barst af falli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2024 07:02 Stefán Einar fer um víðan völl á persónulegum nótum í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir það hafa verið foreldrum sínum talsvert áfall þegar hann féll á stúdentsprófi í Versló og þá sérstaklega móður hans sem var búin að skipuleggja stúdentsveisluna. Hann segist enn vera spurður að því af stöku leigubílstjóra hvernig honum hafi dottið í hug að ráða eiginkonu sína í vinnu, þrátt fyrir að það hafi alls ekki verið raunin. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán æskuárin úti á landi, árin í Verslóog árin sem formaður VR. Hann ræðir líka uppnefnin, opinbera umræðu, Kampavínsfjelagið og það hvort hann geti hugsað sér að bjóða sig fram til Alþingis. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Óð í kartöflugarðinn Stefán segir frá því í Einkalífinu hvernig hann ólst upp á Patreksfirði til tíu ára aldurs þegar foreldrar hans fluttu í Borgarnes. Hann segir mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp úti á landi í eins ólíkum samfélögum og raun ber vitni. Á unglingsárunum flutti Stefán af heimilinu og til afa síns og ömmu á meðan hann sótti nám í Verzlunarskóla Íslands. Fannst þér erfitt að yfirgefa foreldra þína? „Nei, ég held að þau hafi nú bara verið fegin, ég var síðasta barnið á heimilinu þannig þá voru þau loksins laus. En ég naut þeirra forréttinda að flytja til afa míns og ömmu sem var fólk um sjötugt á þeim tíma og kynnist þeim þá öðruvísi með því að búa hjá þeim. Það eru hlutir sem maður kann líka að meta og lærir að meta seinna meir þegar þau eru löngu fallin frá og maður á þá meiri og dýpri samfylgd með þeim heldur en ella hefði orðið.“ Stefán á barnæskuárunum í sveitinni. Stefán fór í guðfræði eftir Versló og viðurkennir að mörgum hafi þótt það hafa verið undarleg ákvörðun. Margir hafi klórað sér í kollinum yfir þeirri ákvörðun en Stefán segist hafa sótt Versló vegna áhuga síns á viðskiptum og lögfræði. Eðli málsins samkvæmt kom guðfræðin því mörgum á óvart. „Fólk hélt bara að ég hefði dottið á höfuðið. Ég reyndar afreka það að falla á stúdentsprófi í Versló. Það var nú eiginlega svona þrákelkni, mér þótti þýska mjög leiðinleg og ég nennti ekki að læra stærðfræði þó hún hafi legið þokkalega fyrir mér. Þannig ég féll í þýsku og ólesinni stærðfræði.“ Stefán segir lesna stærðfræðin hafa legið betur fyrir sér. Þetta hafi þýtt að hann hafi ekki útskrifast með sínum árgangi um vorið, heldur tekið endurtektarpróf snemma um haustið. Hann fékk inngöngu í guðfræðina með fyrirvara um að þar myndi allt ganga upp. Um leið og hann hafi sest yfir bækurnar hafi allt gengið. „En þetta var foreldrum mínum talsvert áfall, þau höfðu alltaf staðið í trú um það að ég væri voðalega klár og gæti leyst þetta vel úr hendi. Ég man að þegar mamma fékk fréttirnar, hún var búin að skipuleggja stúdentsveisluna mína og ætlaði að fara að bjóða öllum vinkonum sínum úr MR upp í Borgarnes og hún fékk fréttirnar um að það yrði ekki, að þá fór hún og stakk upp allan kartöflugarðinn heima. Ég hef aldrei séð konu um sextugt taka eins hressilega til hendinni í einum kartöflugarði og þetta síðdegi.“ Útilokar ekkert þó prestdómurinn heilli ekki Stefán segir ástæðu þess að hann hafi valið guðfræði vera sá að hann sé kristinnar trúar. Hann segir foreldra sína þó ekki hafa lagt mikla áherslu á trúna þegar hann var að alast upp. „Þau voru bæði kristinnar trúar en ég fór í sunnudagaskólann sjálfur, að eigin frumkvæði og með systrum mínum fyrst á Patreksfirði og svo í Borgarnesi og var í KFUM, fór í Vatnaskóg á sumrin og annað. Þetta voru hlutir sem voru mér mjög eðlislægir og eðlilegir og ég hef lengi haft áhuga á starfi kirkjunnar og ég hefði alveg getað hugsað mér að gerast prestur. Á tímabili velt ég því fyrir mér og gerði reyndar tilraun til þess en það varð ekki og ég held reyndar að það hafi bara verið blessun, bæði fyrir mig og kirkjuna,“ segir Stefán léttur. Stefán segir kirkjuna ekki kalla þó hann hafi alltaf verið trúaður og haft áhuga á störfum kirkjunnar.Vísir/Vilhelm Gríðarleg samkeppni var um sæti presta þegar þarna var komið, í kringum hrunið. Stefán segist stundum hitta gamla félaga úr deildinni og aðra presta sem spyrja hann hvenær hann ætli að reyna að komast að hjá kirkjunni. En kemur það til greina? „Nei. En ég hef reyndar sagt það að lífið er þannig að maður á aldrei að útiloka neitt og hver veit nema maður endi sem prestur í einhverju hrökkbrauði í einangruðum dal þar sem maður er best geymdur, með fáum sálum til að sinna. En eins og staðan er núna þá kemur það ekki til greina.“ Stefán bætir því við að hann trúi því sem lútherska kirkjan boði, það er á hinn almenna prestdóm. Að allir kristnir menn séu prestar í þeim skilningi að þeir eigi að sinna náunganum og láta gott af sér leiða. Tilviljanir ráði mörgu Í Einkalífinu berst talið að árum Stefáns sem formaður VR árin 2011 til 2013. Hann segir tilviljun hafa orðið til þess að skorað hafi verið á hann af stjórnarmönnum í félaginu að bjóða sig fram þegar hann sinnti ráðgjöf fyrir stjórnina vegna vinnu hans í Háskólanum í Reykjavík. „Lífið er bara þannig. Við vitum það öll þegar við horfum yfir lífshlaupið sem er að baki, þá sjáum við að það eru ótrúlega margar tilviljanir sem valda því að við erum á þeim stað sem við erum á í dag. Það að við skulum sitja hér saman á móti hvor öðrum er í raun röð kannski milljóna tilvika og einhverra ákvarðana sem eru ekkert endilega mjög meðvitaðar.“ Þetta hafi verið á miklum umbrotatímum. Stefán segir að það hafi verið gengið hart á eftir honum að bjóða sig fram. „Ég þurfti nú að ganga úr skugga um það að þetta væri ekki falin myndavél og ég vissi að það væri ekki verið að steggja mig því ekki var ég að fara að ganga í hjónaband og benti þeim á að ég var á þessum tíma 27 ára og óharðnaður enn.“ Stefán lét slag standa og segist ekki hafa séð eftir því. Hann var formaður í tvö ár þar til hann fékk mótframboð 2013 og tapaði formannskosningum. Hann segir umræðuna hafa tekið á sig á þessum tíma en hann sé stoltur af því sem tekist hafi í félaginu á þeim tíma. „Ég er 27 ára, þannig að þegar ég tapa kosningum þá er ég 29 ára atvinnulaus fyrrverandi verkalýðsforingi. Hugsaðu þér örlögin,“ segir Stefán hlæjandi. Fer sáttari að sofa við að standa á eigin sannfæringu Rifjað er upp í þættinum þegar verkfall blaðamanna stóð yfir árið 2019. Þá var Stefáni Einari stefnt af Blaðamannafélaginu fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Stefán segist aldrei hafa óttast óvinsældir, hann skilgreini sig ekki eftir vinsældum eða óvinsældum. Þarna hafi hann gengið í sín eigin störf líkt og yfirmenn megi gera, til þess að halda uppi lágmarksstarfsemi og litið svo á að þar hafi verið um öryggismál fyrir þjóðina að ræða. „Kannski var eitt eftirminnilegasta atvikið þegar núverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu kallaði mig og kollega minn stéttsvikara, það er svona hugtak sem maður hafði ekki heyrt bara síðan í Gúttóslagnum, úr gamla Sovétinu. Við fengum yfir okkur holskeflur, líka frá samstarfsmönnum sem töldu að við stæðum ekki nægilega með okkar kollegum.“ Stefán segir niðurstöðuna hafa verið þá að verkfallið hafi ollið miklu tjóni á fyrirtækinu. Úr hafi orðið að fólk hafi misst vinnuna. Það hafi verið einmitt það sem hann hafi óttast að myndi gerast. Stefán gengst við því að hann sé ekki átakafælinn. „Fólk er auðvitað mjög mismunandi hvað þetta varðar en mér finnst þetta líka að einhverju leyti siðferðislegt spursmál. Og ég vitna stundum í fræga ræðu sem Robert Kennedy flutti í Suður-Afríku fyrir áratugum síðan, 1966 ef ég man rétt, þar sem hann segir að siðferðislegt hugrekki, það er að segja hugrekki til þess að tala máli þess sem rétt er og satt er í samfélaginu, það er fágætari eiginleiki heldur en hugrekki í orrustu. Vegna þess að fólk er svo hrætt við að kalla yfir sig dóm eða reiði samfélagsins eða samstarfsmanna sinna.“ Stefán segist nokkrum sinnum hafa lent í aðstæðum þar sem hann segi hug sinn, menn vaði í hann, og hann hugsi með sér hvort hann muni ná að krafla sig upp úr þeim rústum. „Mun ég missa vinnuna? Eða hvað það er en í lok dags fer ég bara miklu sáttari að sofa vegna þess að ég veit þá að ég hef staðið á sannfæringu minni.“ Heiðarlegra að menn viti fyrir hvað hann standi Stefán hefur alla tíð verið óhræddur við að viðra skoðanir sínar. Nýlega hefur hann verið fastagestur í hlaðvarpsþáttunum Þjóðmál hjá Gísla Frey Valdórssyni þar sem hann hefur verið óhræddur við að segja hug sinn í ýmsum málum. Spurður hvort hann telji sig geta haldið hlutleysi sínu í starfi blaðamanns á Morgunblaðinu á sama tíma segir Stefán ekki vera sitt að dæma um það. „En ég get bara fullyrt að ég legg mig allan fram um það að beita menn sömu handtökum hvaðan sem þeir koma. Ég held hinsvegar að það sé miklu dýrmætara fyrir áhorfendur og þá sem neyta þeirra frétta eða upplýsinga sem ég ber á borð að vita hvaðan ég kem. Menn vita bara nákvæmlega fyrir það hvað ég stend og hver mín lífsskoðun er.“ Stefán Einar hér með hundinum sínum, segist telja það miklu heiðarlegra að áhorfendur viti fyrir hvað það er sem hann stendur.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki fara fyrir því sama í framgöngu ýmissa fjölmiðlamanna sem taki fólk í viðtöl og þykist vera ofboðslega heilagir og hlutlausir. Jafnvel þannig að það sé líkt og þeir hafi ekki skoðun á nokkrum sköpuðum hlut. „Og það er fals. Það er ekki heiðarlegt í mínum huga. Af því að svo sjáum við þetta sama fólk taka með mjög mismunandi hætti á viðmælendum sínum.“ Stefán rifjar upp þegar hann fékk Katrínu Jakobsdóttur sem gest í Spursmál, fyrst allra forsetaframbjóðenda fyrir forsetakosningar í vor. Ýmsir hafi sakað hann um tilraunir til þess að fella hana en síðar hafi komið í ljós að allir frambjóðendur hafi fengið sömu meðferðina, krefjandi og ágengar spurningar. „En það laukst upp fyrir mér á einum tímapunkti þegar ég var að gera upp þetta mál að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hún hafði aldrei lent í krefjandi viðtali í íslenskum fjölmiðli fram að þessu viðtali. Hún hafði alltaf fengið allt aðra meðferð í viðtölum heldur en aðrir stjórnmálamenn. Og það segir manni að það er eitthvað brogað í kerfinu að einn stjórnmálamaður virðist fá frípassa í umræðunni á meðan aðrir eru einhvern veginn alltaf settir í vörn og stillt upp við vegg. Þar get ég bara nefnt mann eins og Bjarna Benediktsson en það er hægt að nefna fleiri í því sambandi.“ View this post on Instagram A post shared by mbl.is (@mblfrettir) Saknar þess að leita ráða hjá mömmu og pabba Stefán fer um víðan völl í Einkalífinu og segist meðal annars alla tíð hafa haft mikinn áhuga á íslensku og hafa verið alinn upp á heimili þar sem borin var mikil virðing fyrir bókmenntum. Foreldrar hans áttu geysilegt bókasafn en þau létust nýverið með stuttu millibili. „Þau voru á áttræðisaldri þannig þau höfðu lifað langa og góða ævi en hefðu svo sem átt að lifa lengur. Pabbi féll frá vegna krabbameins og svo var mamma bráðkvödd átta mánuðum síðar og það er auðvitað dálítið sérstakt. Ég ætla ekki að setja mig í hlutverk fórnarlambs, ég er fertugur og fékk að njóta foreldra minna í öll þessi ár en það er auðvitað sérstakt að bera kistu foreldra sinna og leggja þau til hinstu hvílu. Ég held að flestir sem hafi átt góða foreldra sem þau gátu leitað til lendi í því mjög reglulega að finna fyrir þörf til þess að heyra í þeim og leita til þeirra og leita ráða hjá þeim.“ Stefán Einar saknar foreldra sinna mjög. Stefán segist sjálfur vera að kljást við það í dag að geta ekki lengur leitað ráða hjá þeim. Það hafi hann verið duglegur að gera, ekki síður hjá mömmu sinni en pabba. Nú geti hann ekki lengur leitað ráða, heldur bara reynsluna af því að hafa leitað til þeirra. „Það er svo eftirminnilegt og svakalegt að það gerðist nokkrum sinnum á þessum fjörutíu árum og eftir að ég varð fullorðinn í raun, að ég leitaði ráða hjá pabba og fylgdi ekki ráðum hans. Semsagt, ég leitaði til hans en ákvað svo að taka aðra leið og í öll skiptin var ég rekinn til baka og áttaði mig á því að ég hefði átt að taka ráðum hans.“ Margir velti fyrir sér mögulegu þingframboði Stefáns Stefán hefur nóg fyrir stafni en auk þess að vinna sem fjölmiðlamaður rekur hann innflutningsfyrirtækið Kampavinsfjelagið auk þess sem hann er meðeigandi í barnabókaútgáfu ásamt eiginkonu sinni og vinafólki. Talið berst að því hvort framboð til Alþingis sé ekki farið að heilla? „Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, ekki frekar en þú. Ég veit það hinsvegar að það eru margir að velta þessu fyrir sér og það er ekkert óeðlilegt af því að ég er að tjá mig mikið um samfélagsmál og er óhræddur við það,“ segir Stefán. Hann hafi sterka sannfæringu fyrir því hvernig hann vilji að íslenskt samfélag sé. Líklega er ekki til sá maður á landinu sem veit meira um kampavín en Stefán Einar.Vísir/Vilhelm „Svo er stóra spurningin: Hvort kemurðu því frekar til leiðar með því að fara í framboð, ná kjöri á þing og setjast í hóp þessara 63 þingmanna sem setja okkur lög, misgáfuleg, eða gerirðu það með því að hafa áhrif á umræðuna með því að halda stjórnmálamönnunum við efnið, með því að gefa út barnabækur sem auka læsi og kannski gleðja einn og einn mann yfir góðu kampavínsglasi?“ segir Stefán léttur í bragði. „Ég veit ekki alveg svarið við þessari spurningu en sumir halda einhvern veginn að það hljóti að vera að menn sem hafi áhuga á samfélagsmálum hljóti að vilja komast inn á þing eða í borgarstjórn. Það er ekki hinn augljósi farvegur í mínum huga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Stefán er gestur. Þar ræðir Stefán æskuárin úti á landi, árin í Verslóog árin sem formaður VR. Hann ræðir líka uppnefnin, opinbera umræðu, Kampavínsfjelagið og það hvort hann geti hugsað sér að bjóða sig fram til Alþingis. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Óð í kartöflugarðinn Stefán segir frá því í Einkalífinu hvernig hann ólst upp á Patreksfirði til tíu ára aldurs þegar foreldrar hans fluttu í Borgarnes. Hann segir mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp úti á landi í eins ólíkum samfélögum og raun ber vitni. Á unglingsárunum flutti Stefán af heimilinu og til afa síns og ömmu á meðan hann sótti nám í Verzlunarskóla Íslands. Fannst þér erfitt að yfirgefa foreldra þína? „Nei, ég held að þau hafi nú bara verið fegin, ég var síðasta barnið á heimilinu þannig þá voru þau loksins laus. En ég naut þeirra forréttinda að flytja til afa míns og ömmu sem var fólk um sjötugt á þeim tíma og kynnist þeim þá öðruvísi með því að búa hjá þeim. Það eru hlutir sem maður kann líka að meta og lærir að meta seinna meir þegar þau eru löngu fallin frá og maður á þá meiri og dýpri samfylgd með þeim heldur en ella hefði orðið.“ Stefán á barnæskuárunum í sveitinni. Stefán fór í guðfræði eftir Versló og viðurkennir að mörgum hafi þótt það hafa verið undarleg ákvörðun. Margir hafi klórað sér í kollinum yfir þeirri ákvörðun en Stefán segist hafa sótt Versló vegna áhuga síns á viðskiptum og lögfræði. Eðli málsins samkvæmt kom guðfræðin því mörgum á óvart. „Fólk hélt bara að ég hefði dottið á höfuðið. Ég reyndar afreka það að falla á stúdentsprófi í Versló. Það var nú eiginlega svona þrákelkni, mér þótti þýska mjög leiðinleg og ég nennti ekki að læra stærðfræði þó hún hafi legið þokkalega fyrir mér. Þannig ég féll í þýsku og ólesinni stærðfræði.“ Stefán segir lesna stærðfræðin hafa legið betur fyrir sér. Þetta hafi þýtt að hann hafi ekki útskrifast með sínum árgangi um vorið, heldur tekið endurtektarpróf snemma um haustið. Hann fékk inngöngu í guðfræðina með fyrirvara um að þar myndi allt ganga upp. Um leið og hann hafi sest yfir bækurnar hafi allt gengið. „En þetta var foreldrum mínum talsvert áfall, þau höfðu alltaf staðið í trú um það að ég væri voðalega klár og gæti leyst þetta vel úr hendi. Ég man að þegar mamma fékk fréttirnar, hún var búin að skipuleggja stúdentsveisluna mína og ætlaði að fara að bjóða öllum vinkonum sínum úr MR upp í Borgarnes og hún fékk fréttirnar um að það yrði ekki, að þá fór hún og stakk upp allan kartöflugarðinn heima. Ég hef aldrei séð konu um sextugt taka eins hressilega til hendinni í einum kartöflugarði og þetta síðdegi.“ Útilokar ekkert þó prestdómurinn heilli ekki Stefán segir ástæðu þess að hann hafi valið guðfræði vera sá að hann sé kristinnar trúar. Hann segir foreldra sína þó ekki hafa lagt mikla áherslu á trúna þegar hann var að alast upp. „Þau voru bæði kristinnar trúar en ég fór í sunnudagaskólann sjálfur, að eigin frumkvæði og með systrum mínum fyrst á Patreksfirði og svo í Borgarnesi og var í KFUM, fór í Vatnaskóg á sumrin og annað. Þetta voru hlutir sem voru mér mjög eðlislægir og eðlilegir og ég hef lengi haft áhuga á starfi kirkjunnar og ég hefði alveg getað hugsað mér að gerast prestur. Á tímabili velt ég því fyrir mér og gerði reyndar tilraun til þess en það varð ekki og ég held reyndar að það hafi bara verið blessun, bæði fyrir mig og kirkjuna,“ segir Stefán léttur. Stefán segir kirkjuna ekki kalla þó hann hafi alltaf verið trúaður og haft áhuga á störfum kirkjunnar.Vísir/Vilhelm Gríðarleg samkeppni var um sæti presta þegar þarna var komið, í kringum hrunið. Stefán segist stundum hitta gamla félaga úr deildinni og aðra presta sem spyrja hann hvenær hann ætli að reyna að komast að hjá kirkjunni. En kemur það til greina? „Nei. En ég hef reyndar sagt það að lífið er þannig að maður á aldrei að útiloka neitt og hver veit nema maður endi sem prestur í einhverju hrökkbrauði í einangruðum dal þar sem maður er best geymdur, með fáum sálum til að sinna. En eins og staðan er núna þá kemur það ekki til greina.“ Stefán bætir því við að hann trúi því sem lútherska kirkjan boði, það er á hinn almenna prestdóm. Að allir kristnir menn séu prestar í þeim skilningi að þeir eigi að sinna náunganum og láta gott af sér leiða. Tilviljanir ráði mörgu Í Einkalífinu berst talið að árum Stefáns sem formaður VR árin 2011 til 2013. Hann segir tilviljun hafa orðið til þess að skorað hafi verið á hann af stjórnarmönnum í félaginu að bjóða sig fram þegar hann sinnti ráðgjöf fyrir stjórnina vegna vinnu hans í Háskólanum í Reykjavík. „Lífið er bara þannig. Við vitum það öll þegar við horfum yfir lífshlaupið sem er að baki, þá sjáum við að það eru ótrúlega margar tilviljanir sem valda því að við erum á þeim stað sem við erum á í dag. Það að við skulum sitja hér saman á móti hvor öðrum er í raun röð kannski milljóna tilvika og einhverra ákvarðana sem eru ekkert endilega mjög meðvitaðar.“ Þetta hafi verið á miklum umbrotatímum. Stefán segir að það hafi verið gengið hart á eftir honum að bjóða sig fram. „Ég þurfti nú að ganga úr skugga um það að þetta væri ekki falin myndavél og ég vissi að það væri ekki verið að steggja mig því ekki var ég að fara að ganga í hjónaband og benti þeim á að ég var á þessum tíma 27 ára og óharðnaður enn.“ Stefán lét slag standa og segist ekki hafa séð eftir því. Hann var formaður í tvö ár þar til hann fékk mótframboð 2013 og tapaði formannskosningum. Hann segir umræðuna hafa tekið á sig á þessum tíma en hann sé stoltur af því sem tekist hafi í félaginu á þeim tíma. „Ég er 27 ára, þannig að þegar ég tapa kosningum þá er ég 29 ára atvinnulaus fyrrverandi verkalýðsforingi. Hugsaðu þér örlögin,“ segir Stefán hlæjandi. Fer sáttari að sofa við að standa á eigin sannfæringu Rifjað er upp í þættinum þegar verkfall blaðamanna stóð yfir árið 2019. Þá var Stefáni Einari stefnt af Blaðamannafélaginu fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Stefán segist aldrei hafa óttast óvinsældir, hann skilgreini sig ekki eftir vinsældum eða óvinsældum. Þarna hafi hann gengið í sín eigin störf líkt og yfirmenn megi gera, til þess að halda uppi lágmarksstarfsemi og litið svo á að þar hafi verið um öryggismál fyrir þjóðina að ræða. „Kannski var eitt eftirminnilegasta atvikið þegar núverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu kallaði mig og kollega minn stéttsvikara, það er svona hugtak sem maður hafði ekki heyrt bara síðan í Gúttóslagnum, úr gamla Sovétinu. Við fengum yfir okkur holskeflur, líka frá samstarfsmönnum sem töldu að við stæðum ekki nægilega með okkar kollegum.“ Stefán segir niðurstöðuna hafa verið þá að verkfallið hafi ollið miklu tjóni á fyrirtækinu. Úr hafi orðið að fólk hafi misst vinnuna. Það hafi verið einmitt það sem hann hafi óttast að myndi gerast. Stefán gengst við því að hann sé ekki átakafælinn. „Fólk er auðvitað mjög mismunandi hvað þetta varðar en mér finnst þetta líka að einhverju leyti siðferðislegt spursmál. Og ég vitna stundum í fræga ræðu sem Robert Kennedy flutti í Suður-Afríku fyrir áratugum síðan, 1966 ef ég man rétt, þar sem hann segir að siðferðislegt hugrekki, það er að segja hugrekki til þess að tala máli þess sem rétt er og satt er í samfélaginu, það er fágætari eiginleiki heldur en hugrekki í orrustu. Vegna þess að fólk er svo hrætt við að kalla yfir sig dóm eða reiði samfélagsins eða samstarfsmanna sinna.“ Stefán segist nokkrum sinnum hafa lent í aðstæðum þar sem hann segi hug sinn, menn vaði í hann, og hann hugsi með sér hvort hann muni ná að krafla sig upp úr þeim rústum. „Mun ég missa vinnuna? Eða hvað það er en í lok dags fer ég bara miklu sáttari að sofa vegna þess að ég veit þá að ég hef staðið á sannfæringu minni.“ Heiðarlegra að menn viti fyrir hvað hann standi Stefán hefur alla tíð verið óhræddur við að viðra skoðanir sínar. Nýlega hefur hann verið fastagestur í hlaðvarpsþáttunum Þjóðmál hjá Gísla Frey Valdórssyni þar sem hann hefur verið óhræddur við að segja hug sinn í ýmsum málum. Spurður hvort hann telji sig geta haldið hlutleysi sínu í starfi blaðamanns á Morgunblaðinu á sama tíma segir Stefán ekki vera sitt að dæma um það. „En ég get bara fullyrt að ég legg mig allan fram um það að beita menn sömu handtökum hvaðan sem þeir koma. Ég held hinsvegar að það sé miklu dýrmætara fyrir áhorfendur og þá sem neyta þeirra frétta eða upplýsinga sem ég ber á borð að vita hvaðan ég kem. Menn vita bara nákvæmlega fyrir það hvað ég stend og hver mín lífsskoðun er.“ Stefán Einar hér með hundinum sínum, segist telja það miklu heiðarlegra að áhorfendur viti fyrir hvað það er sem hann stendur.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki fara fyrir því sama í framgöngu ýmissa fjölmiðlamanna sem taki fólk í viðtöl og þykist vera ofboðslega heilagir og hlutlausir. Jafnvel þannig að það sé líkt og þeir hafi ekki skoðun á nokkrum sköpuðum hlut. „Og það er fals. Það er ekki heiðarlegt í mínum huga. Af því að svo sjáum við þetta sama fólk taka með mjög mismunandi hætti á viðmælendum sínum.“ Stefán rifjar upp þegar hann fékk Katrínu Jakobsdóttur sem gest í Spursmál, fyrst allra forsetaframbjóðenda fyrir forsetakosningar í vor. Ýmsir hafi sakað hann um tilraunir til þess að fella hana en síðar hafi komið í ljós að allir frambjóðendur hafi fengið sömu meðferðina, krefjandi og ágengar spurningar. „En það laukst upp fyrir mér á einum tímapunkti þegar ég var að gera upp þetta mál að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hún hafði aldrei lent í krefjandi viðtali í íslenskum fjölmiðli fram að þessu viðtali. Hún hafði alltaf fengið allt aðra meðferð í viðtölum heldur en aðrir stjórnmálamenn. Og það segir manni að það er eitthvað brogað í kerfinu að einn stjórnmálamaður virðist fá frípassa í umræðunni á meðan aðrir eru einhvern veginn alltaf settir í vörn og stillt upp við vegg. Þar get ég bara nefnt mann eins og Bjarna Benediktsson en það er hægt að nefna fleiri í því sambandi.“ View this post on Instagram A post shared by mbl.is (@mblfrettir) Saknar þess að leita ráða hjá mömmu og pabba Stefán fer um víðan völl í Einkalífinu og segist meðal annars alla tíð hafa haft mikinn áhuga á íslensku og hafa verið alinn upp á heimili þar sem borin var mikil virðing fyrir bókmenntum. Foreldrar hans áttu geysilegt bókasafn en þau létust nýverið með stuttu millibili. „Þau voru á áttræðisaldri þannig þau höfðu lifað langa og góða ævi en hefðu svo sem átt að lifa lengur. Pabbi féll frá vegna krabbameins og svo var mamma bráðkvödd átta mánuðum síðar og það er auðvitað dálítið sérstakt. Ég ætla ekki að setja mig í hlutverk fórnarlambs, ég er fertugur og fékk að njóta foreldra minna í öll þessi ár en það er auðvitað sérstakt að bera kistu foreldra sinna og leggja þau til hinstu hvílu. Ég held að flestir sem hafi átt góða foreldra sem þau gátu leitað til lendi í því mjög reglulega að finna fyrir þörf til þess að heyra í þeim og leita til þeirra og leita ráða hjá þeim.“ Stefán Einar saknar foreldra sinna mjög. Stefán segist sjálfur vera að kljást við það í dag að geta ekki lengur leitað ráða hjá þeim. Það hafi hann verið duglegur að gera, ekki síður hjá mömmu sinni en pabba. Nú geti hann ekki lengur leitað ráða, heldur bara reynsluna af því að hafa leitað til þeirra. „Það er svo eftirminnilegt og svakalegt að það gerðist nokkrum sinnum á þessum fjörutíu árum og eftir að ég varð fullorðinn í raun, að ég leitaði ráða hjá pabba og fylgdi ekki ráðum hans. Semsagt, ég leitaði til hans en ákvað svo að taka aðra leið og í öll skiptin var ég rekinn til baka og áttaði mig á því að ég hefði átt að taka ráðum hans.“ Margir velti fyrir sér mögulegu þingframboði Stefáns Stefán hefur nóg fyrir stafni en auk þess að vinna sem fjölmiðlamaður rekur hann innflutningsfyrirtækið Kampavinsfjelagið auk þess sem hann er meðeigandi í barnabókaútgáfu ásamt eiginkonu sinni og vinafólki. Talið berst að því hvort framboð til Alþingis sé ekki farið að heilla? „Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, ekki frekar en þú. Ég veit það hinsvegar að það eru margir að velta þessu fyrir sér og það er ekkert óeðlilegt af því að ég er að tjá mig mikið um samfélagsmál og er óhræddur við það,“ segir Stefán. Hann hafi sterka sannfæringu fyrir því hvernig hann vilji að íslenskt samfélag sé. Líklega er ekki til sá maður á landinu sem veit meira um kampavín en Stefán Einar.Vísir/Vilhelm „Svo er stóra spurningin: Hvort kemurðu því frekar til leiðar með því að fara í framboð, ná kjöri á þing og setjast í hóp þessara 63 þingmanna sem setja okkur lög, misgáfuleg, eða gerirðu það með því að hafa áhrif á umræðuna með því að halda stjórnmálamönnunum við efnið, með því að gefa út barnabækur sem auka læsi og kannski gleðja einn og einn mann yfir góðu kampavínsglasi?“ segir Stefán léttur í bragði. „Ég veit ekki alveg svarið við þessari spurningu en sumir halda einhvern veginn að það hljóti að vera að menn sem hafi áhuga á samfélagsmálum hljóti að vilja komast inn á þing eða í borgarstjórn. Það er ekki hinn augljósi farvegur í mínum huga.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira