Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 16:02 Eldur Ólafsson fer mikinn í Grænlandi þessa dagana. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu. Amaroq Minerals Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu.
Amaroq Minerals Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira