Lífið

Ís­lendingar taki Norð­menn til fyrir­myndar hvað varðar 17. júní

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Hjá Reykvíkingum hófst dagurinn á hátíðarathöfn á Austurvelli þar sem forseti Íslands lagði blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar og flutti forsætisráðherra hátíðarræðu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir Íslendinga geta tekið Norðmenn til fyrirmyndar þegar kemur að þjóðhátíðardeginum.

Lífið

„Ég er verulega lofthræddur hérna uppi“

Garpur I. Elísabetarson, umsjónarmaður Okkar eigin Íslands, hélt ásamt félögum sínum í langan og strangan leiðangur inn Morsárdal á suðausturlandi og stefndu á Þumal, sem er 120 metra toppur við rætur Vatnajökuls í svokölluðum Skaftafellsfjöllum.

Lífið

Segir Costner vísa börnunum á dyr

Christine Baumgartner, hönnuður og fyrrum eiginkona leikarans Kevin Costner, segir að Costner fari nú fram á að bæði hún og þrjú börn þeirra yfirgefi heimili þeirra við Santa Barbara í Kaliforníu.

Lífið

Þor­leifur Örn segist eiga Ís­lands­met í vondri gagn­rýni: „Það er flókið að díla við upp­hefð“

Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?

Lífið

HAF hjónin kaupa draumaeignina

Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa fest kaup á draumaeigninni við Fjölnisveg 14 í Þingholtunum í Reykjavík.

Lífið

Telur sig eiga stærsta buffsafnið á Ís­landi

Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands segist eiga stærsta buffsafn Ís­lands, svo mörg hefur hann fengið í gjöf síðast­liðin ár. For­setinn mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun í til­efni af því að hann hyggst bjóða almenningi í heimsókn á Bessastaði á sunnudag milli 13 og 16. Hlusta má á við­talið neðar í fréttinni.

Lífið

Sonur Al Pa­cino kominn í heiminn

Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans, Noor Alfallah eru nýbakaðir foreldrar drengs. Talsmaður parsins staðfestir þetta í samtali við TMZ og segir að strákurinn hafi fengið nafnið Roman. 

Lífið

Mikið betra en á Tene

Sólin leikur við íbúa Austfjarða þessar vikurnar. Svo mikið raunar að fréttamaður, sem mætti í úlpunni í vinnuna í síðustu viku í Reykjavík, skellti sér austur til að fanga sumarstemninguna í öllu sínu veldi.

Lífið

Glenda Jack­son er látin

Glenda Jack­son, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkis­út­varpið greinir frá og segir í um­fjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar.

Lífið

Hefur nú heim­sótt öll fimm­tíu ríki Banda­ríkjanna: „Ó­lýsan­leg til­finning“

Lífskúnstnerinn Hanna Guðrún Halldórsdóttir hafði löngum haft það að markmiði að heimsækja öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna og hefur því verið dugleg að ferðast síðastliðin ár. Þegar hún flaug til Alaska í síðustu viku lauk hún ætlunarverki sínu en það var einmitt síðasta ríkið sem hún átti eftir að heimsækja. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá Bandaríkja ævintýrum Hönnu Guðrúnar.

Lífið

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið þunnur

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana að öllum líkindum hafa verið þunna, þegar hún hlóð leikmyndabyssu með venjulegri byssukúlu.

Lífið

Beyoncé kennt um aukna verð­bólgu

Verðbólga mældist 9,7 prósent í maí í Svíþjóð, sem er töluvert meira en spáð hafði verið. Verðhækkun hótelgistingar og veitinga leiddi verðlagshækkanir og koma stjórstjörnunnar Beyoncé gæti skýrt hækkunina.

Lífið