Þurfti að hætta eftir sex tíma í sjónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 12:06 Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi í gærmorgun klukkan 10. Aðsend Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson ætlaði að synda um 17 kílómetra leið frá Akranesi til Reykjavíkur í gær, en þurfti að hætta á miðri leið vegna veðurs. Hann er svekktur en ætlar að reyna aftur. Tilefnið var áheitasöfnun fyrir börn á Gasa í samstarfi við Barnaheill. Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir. Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Sigurgeir lagði af stað frá Akranesi klukkan tíu í gærmorgun, en þurfti að hætta vegna vinda og öldugangs, eftir að hafa verið í sjónum í um sex klukkustundir. „Veðurspáin rættist ekki, vindar snérust, fóru beint framan í okkur og urðu mjög sterkir. Þannig það var bara tekin ákvörðun um að þetta væri alltof hættulegt, það þurfti bara að stoppa þetta áður en illa færi,“ segir Sigurgeir. „Já það var mjög mikill öldugangur. Konan mín er alltaf á kayak og gefur mér að borða úr honum. Hún þurfti að yfirgefa hann og fara upp í bát út af öldugangi. Öldurnar voru farnar að brotna ofan í sætishólfin hjá þeim,“ segir Sigurgeir. Þegar öldugangurinn hófst hafi hann verið ansi hressilegur. Átti nóg eftir og svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs Sigurgeir segir að það hafi verið mjög svekkjandi að þurfa hætta vegna veðurs, hann hafi átt nóg eftir í tankinum. Sigurgeir brattur í miðju sundi.Aðsend „Ég var náttúrulega orðinn smá þreyttur sko. Ég var farinn að finna svolítið fyrir öxlunum af því að ég þurfti að beita svo svakalegu afli til að komast eitthvað áfram. En ég átti samt helling eftir, veðrið leyfði okkur bara ekki að halda áfram.“ Fjórða langsundið Þetta er í fjórða sinn sem Sigurgeir syndir langsund í sjónum, en hann hefur áður synt frá Vestmannaeyjum til Landeyja, Grettissundið og þvert yfir Kollafjörðinn frá Kjalarnesi yfir í Bryggjuhverfið í Reykjavík. Í öll skiptin hefur hann safnað áheitum fyrir góðgerðarmálefni, en í þetta skiptið er það fyrir börn á Gasa. Ennþá er hægt að heita á Sigurgeir á barnaheill.is. Til stóð að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur.Aðsend Hann lætur deigan ekki síga og kveðst ætla reyna aftur við leiðina. „Jájájá ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að fara yfir. Hvort sem það verður frá Reykjavík eða Skaganum, þá ætla ég að klára þetta,“ segir Sigurgeir.
Sjósund Reykjavík Akranes Tengdar fréttir Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52 Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19 Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. 6. september 2021 15:52
Synti frá Eyjum í land til styrktar börnum á átakasvæðum Sigurgeir Svanbergsson kom í land í gærkvöldi eftir sjósund frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda. Synti Sigurgeir til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. 23. júlí 2022 15:19
Lenti í óhagstæðum straumum og marglyttuveislu Sjósundsgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kláraði Grettissundið í gærkvöldi. Sundið var erfitt því að straumar voru óhagsstæðir og marglyttur úti um allt. 14. ágúst 2023 18:12