Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 20:42 Verður Timothée Chalamet sannfærandi sem Bob Dylan? Getty Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í desember næstkomandi. Í stiklunni sést Chalamet syngja A Hard Rain's a-Gonna Fall sem Bob Dylan tók upp árið 1962 en lagið kom út á plötunni The Freewheelin' Bob Dylan ári seinna. Monica Barbaro og Edward Nortun munu fara með hlutverk þjóðlagagoðsagnanna Joan Baez og Pete Seeger. Í viðtali við Rolling Stone segist leikstjóri myndarinnar, James Mangold, hafa sannfært sjálfan Dylan um gerð myndarinnar með því að útskýra söguþráð hennar á þessa leið: „Hún er um gæja sem er að kafna til dauða í Minnesótaríki. Hann skilur alla vini sína og fjölskyldu sína eftir og enduruppgötvar sjáldan sig á glænýjum stað, eignast vini og nýja fjölskyldu, nær gríðarlegum árangri, og byrjar svo að kafna til dauða aftur. Og þá hleypur hann í burtu.“ Dylan á að hafa brosað og sagt „Mér líkar þetta.“ A Complete Unknown verður ekki fyrsta kvikmyndin um Dylan sem ratar á hvíta tjaldið. Í I'm Not There frá árinu 2007 settu nokkrir stórleikarar sig í mismunandi hlutverk sem öll byggðu á Bob Dylan með einum eða öðrum hætti, en þar má nefna Cate Blanchett, Christian Bale, Richard Gere og Heath Ledger. Þá hafa þónokkrar heimildarmyndir verið gerðar um kappann. Dont Look Back er líklega frægust, en vert er að minnast á tvær heimildarmyndir sem Martin Scorsese hefur gert um Dylan: No Direction Home og Rolling Thunder Revue.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira