Eintóm gleði á Bræðslunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 13:22 Bræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir hafa haldið Bræðsluna frá árinu 2005. Hafþór Snjólfur Tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin á Borgarfirði Eystri um helgina. Bræðslustjóri segir stemninguna með allra besta móti, og eintóm gleði og hamingja sé við völd. Í bænum er ógrynni af fólki og tjaldstæðið er orðið vel þétt. Bræðslan dregur nafn sitt af gamalli síldarbræðslu í bænum, þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld, sem og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgina. Heilmikil dagskrá hefur verið í bænum í vikunni, í aðdraganda tónleikanna. Magni Ásgeirsson er annar bræðslustjóranna. Viðburðarík vika „Hér er búið að vera viðburðaríkt síðan á, ég held það hafi byrjað á þriðjudaginn, þá var svona barsvar eins og kallað er til að hita upp, svo voru tónleikar miðvikudag og fimmtudag. Það voru tvennir eða þrennir í gær, og svo er Bræðslan sjálf í dag, en við erum að leggja lokahönd á þetta tónleikahús okkar, sem við þurfum að smíða á hverju ári,“ segir Magni. Svona leit tjaldstæðið út á Bræðslunni 2014.Vísir/Kolbeinn Tumi Upphaflega hafi hátíðin aðeins verið þessir einu tónleikar í gömlu bræðslunni, en svo þegar fólk hafi farið að flykkjast að bænum í stórum stíl hafi aðrir vertar á svæðinu séð sér leik á borði. Nú séu tónleikar í félagsheiminu þrjú kvöld vikunnar, ball í Álfakaffi og ýmislegt annað að gerast í bænum. Hann segir að fólk hafi farið að flykkjast í bæinn um miðja vikuna til að fá gott stæði á tjaldstæðunum. Síðustu tvo daga hafi verið svolítil súld, en sólin sé að brjótast í gegn í dag, og útlit sé fyrir sól og blíðu, sem hann segir hið týpíska bræðsluveður. Náttúran skartað sínu fegursta „Hér eru búnir að vera einhverjir átta til fimmtán hvalir að busla hérna við bryggjuna upp á hvern einasta dag, þannig fólk hefur staðið hérna bara með kjálkann í gólfinu að horfa á þá leika sér. Svo erum við náttúrulega með stærstu lundabyggð á Íslandi hérna í bakgarðinum. Þú getur labbað innan um lundana og það liggur við að þú getir klappað þeim,“ segir Magni. Stærsta lundabyggð landsins er í Borgarfirði Eystri.Vísir/Vilhelm Mikil dagskrá er í bænum í dag, en leikhópurinn Lotta er í bænum, druslugangann verður haldin í hádeginu, en Bræðslan sjálf verður haldin í kvöld með tónleikum í gömlu síldarbræðslunni, og Magni segir að búast megi við mikilli stemningu. „Já þetta er einhver ólýsanlegur galdur sem verður í þessu húsi sem verður í þessu húsi. Þetta er Hildur, Aron Can, GDRN, Gildran, Kælan mikla, og einhverjir gamlir kallar í hljómsveitinni Á móti sól, sem fá að vera með í fyrsta sinn,“ segir Magni glettinn, en hann spilar þar á gítar og syngur. Bræðslan Múlaþing Tengdar fréttir Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn. 28. apríl 2022 15:38 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Bræðslan dregur nafn sitt af gamalli síldarbræðslu í bænum, þar sem tónleikar hátíðarinnar fara fram í kvöld, sem og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgina. Heilmikil dagskrá hefur verið í bænum í vikunni, í aðdraganda tónleikanna. Magni Ásgeirsson er annar bræðslustjóranna. Viðburðarík vika „Hér er búið að vera viðburðaríkt síðan á, ég held það hafi byrjað á þriðjudaginn, þá var svona barsvar eins og kallað er til að hita upp, svo voru tónleikar miðvikudag og fimmtudag. Það voru tvennir eða þrennir í gær, og svo er Bræðslan sjálf í dag, en við erum að leggja lokahönd á þetta tónleikahús okkar, sem við þurfum að smíða á hverju ári,“ segir Magni. Svona leit tjaldstæðið út á Bræðslunni 2014.Vísir/Kolbeinn Tumi Upphaflega hafi hátíðin aðeins verið þessir einu tónleikar í gömlu bræðslunni, en svo þegar fólk hafi farið að flykkjast að bænum í stórum stíl hafi aðrir vertar á svæðinu séð sér leik á borði. Nú séu tónleikar í félagsheiminu þrjú kvöld vikunnar, ball í Álfakaffi og ýmislegt annað að gerast í bænum. Hann segir að fólk hafi farið að flykkjast í bæinn um miðja vikuna til að fá gott stæði á tjaldstæðunum. Síðustu tvo daga hafi verið svolítil súld, en sólin sé að brjótast í gegn í dag, og útlit sé fyrir sól og blíðu, sem hann segir hið týpíska bræðsluveður. Náttúran skartað sínu fegursta „Hér eru búnir að vera einhverjir átta til fimmtán hvalir að busla hérna við bryggjuna upp á hvern einasta dag, þannig fólk hefur staðið hérna bara með kjálkann í gólfinu að horfa á þá leika sér. Svo erum við náttúrulega með stærstu lundabyggð á Íslandi hérna í bakgarðinum. Þú getur labbað innan um lundana og það liggur við að þú getir klappað þeim,“ segir Magni. Stærsta lundabyggð landsins er í Borgarfirði Eystri.Vísir/Vilhelm Mikil dagskrá er í bænum í dag, en leikhópurinn Lotta er í bænum, druslugangann verður haldin í hádeginu, en Bræðslan sjálf verður haldin í kvöld með tónleikum í gömlu síldarbræðslunni, og Magni segir að búast megi við mikilli stemningu. „Já þetta er einhver ólýsanlegur galdur sem verður í þessu húsi sem verður í þessu húsi. Þetta er Hildur, Aron Can, GDRN, Gildran, Kælan mikla, og einhverjir gamlir kallar í hljómsveitinni Á móti sól, sem fá að vera með í fyrsta sinn,“ segir Magni glettinn, en hann spilar þar á gítar og syngur.
Bræðslan Múlaþing Tengdar fréttir Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn. 28. apríl 2022 15:38 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Baráttan um miðana níu hundruð hefst klukkan tíu Telja má líklegt að einhverjir hristi hausinn um hádegisbil á morgun þegar þeir átta sig á því að miðasölu á Bræðsluna 2022 er lokið. 900 miðar eru í boði á hátíðina og í ljósi reynslunnar má reikna með að miðarnir rjúki út á augabragði. Þeir sem sofa á verðinum gætu því misst af miðum enda uppsöfnuð þrá landsmanna og ferðamanna eftir tónleikastemmningu eftir faraldurinn. 28. apríl 2022 15:38