Lífið

Annað barn Trainor og Sabara komið í heiminn

Annað barn söngkonunnar Meghan Trainor og leikarans Daryl Sabara, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spy Kids myndunum, er komið í heiminn. Drengurinn fæddist þann 1. júlí síðastliðinn og fékk nafnið Barry Bruce Trainor.

Lífið

Segist ekki ætla að leika pabba Potter

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara.

Lífið

Nína Dögg leikur Vigdísi

Tillaga um að veita leikhópnum Vesturporti styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar.

Lífið

Enn eitt Love Is­land parið í valnum

Enn eitt parið úr bresku raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land er hætt saman. Að þessu sinni eru það þau Ron Hall og Lana Jenkins sem byrjuðu saman fyrir þremur mánuðum síðan í vetrar­út­gáfu raun­veru­leika­þáttanna vin­sælu.

Lífið

Skilin eftir tuttugu og sjö ára hjóna­band

Bandaríska leikkonan Kyle Richards og Mauricio Umansky eru að skilja en tuttugu og sjö ár eru liðin síðan þau giftust. Þrátt fyrir að hjónabandið sé að taka enda þá búa þau ennþá saman á meðan þau finna út úr næstu skrefum.

Lífið

Heimilis­kötturinn gaf eig­endur sína saman

Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. 

Lífið

Leifur Welding orðinn afi

Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er orðinn afi. Hann birtir gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum og segist hlakka til að brasa og bralla með afastráknum. 

Lífið

„Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“

Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni.

Lífið

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akra­nesi

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt.

Lífið

Vopna­vörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti

Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést.

Lífið

Hætti sem málari og gerðist poppstjarna

„Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari.

Lífið

Gulli búinn að vinna síðustu vaktina

Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 

Lífið