Mælir með að muna eftir sólarvörn og gleðinni í göngunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 14:33 Frá Gleðigöngunni í fyrra. Vísir/Sigurjón Yfir fjörutíu atriði taka þátt í gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur á morgun. Götur umhverfis gönguleiðina verða lokaðar fyrir bílaumferð frá átta í fyrramálið til sex annað kvöld. Göngustýra hvetur alla sem vilja til að gera sér ferð í bæinn og taka þátt í gleðinni. Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðan á þriðjudaginn og nær hátíðin hámarki sínu í gleðigöngunni sem verður á sínum stað á morgun. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. „Baráttan er ekki búin. Munum samt að alls konar er unnið en ýmislegt eftir,“ segir Anna Eir Guðfinnudóttir göngustýra. Hún segir gönguna í ár verða með sama sniði og verið hefur. „Um að gera að mæta og koma og vera með. Gangan byrjar klukkan tvö og tekur um klukkutíma og endar í Hljómskálagarðinum á útitónleikum,“ segir Anna. Gönguleiðin verður sú sama og verið hefur. Lagt er af stað frá Hallgrímskirkju þaðan sem gengið er niður Skólavörðustíg og þá eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi að Skothúsvegi þar sem gangan endar. Þá halda atriði áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem tónleikarnir fara fram. Anna á von á að þátttaka í göngunni verði með besta móti í ár. „Bara mjög góð, svipuð og í fyrra. við erum með fjörutíu og tvö eða þrjú atriði þannig vonandi bara mjög löng og stór ganga,“ segir Anna. Svona verða götulokanir í miðbænum á morgun. Götulokanir taka gildi strax klukkan átta í fyrramálið og standa yfir til klukkan sex annað kvöld, en nálgast má nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir á heimasíðu hinsegin daga. Spurð hvort eitthvað sé vert að hafa í huga fyrir þau sem hafa hug á að kíkja niður í bæ og fylgjast með göngunni svarar Anna: „Sólarvörn, vatn næring og gleði,“ og minnir á að það sé fínasta veðurspá fyrir morgundaginn. Hinsegin Reykjavík Mannréttindi Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Hinsegin dagar hafa staðið yfir síðan á þriðjudaginn og nær hátíðin hámarki sínu í gleðigöngunni sem verður á sínum stað á morgun. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. „Baráttan er ekki búin. Munum samt að alls konar er unnið en ýmislegt eftir,“ segir Anna Eir Guðfinnudóttir göngustýra. Hún segir gönguna í ár verða með sama sniði og verið hefur. „Um að gera að mæta og koma og vera með. Gangan byrjar klukkan tvö og tekur um klukkutíma og endar í Hljómskálagarðinum á útitónleikum,“ segir Anna. Gönguleiðin verður sú sama og verið hefur. Lagt er af stað frá Hallgrímskirkju þaðan sem gengið er niður Skólavörðustíg og þá eftir Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi að Skothúsvegi þar sem gangan endar. Þá halda atriði áfram inn Sóleyjargötu og þaðan inn í Hljómskálagarðinn þar sem tónleikarnir fara fram. Anna á von á að þátttaka í göngunni verði með besta móti í ár. „Bara mjög góð, svipuð og í fyrra. við erum með fjörutíu og tvö eða þrjú atriði þannig vonandi bara mjög löng og stór ganga,“ segir Anna. Svona verða götulokanir í miðbænum á morgun. Götulokanir taka gildi strax klukkan átta í fyrramálið og standa yfir til klukkan sex annað kvöld, en nálgast má nánari upplýsingar um gönguna og götulokanir á heimasíðu hinsegin daga. Spurð hvort eitthvað sé vert að hafa í huga fyrir þau sem hafa hug á að kíkja niður í bæ og fylgjast með göngunni svarar Anna: „Sólarvörn, vatn næring og gleði,“ og minnir á að það sé fínasta veðurspá fyrir morgundaginn.
Hinsegin Reykjavík Mannréttindi Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira