Ari Ólafs tekur stórt stökk: „Þetta er draumur að rætast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:05 Ari verður brátt á sviði í einum þekktasta söngleik veraldar. Ari Ólafsson söngvari og leikari mun taka þátt í alþjóðlegri uppsetningu á söngleik Andrew Lloyd Webber um Óperudrauginn. Ari hafði farið í prufur í þrígang áður en hann fékk hlutverk í verkinu og mun því ferðast með leikhópnum um hinar ýmsu borgir Evrópu næsta árið. Ari segir draum sinn vera að rætast en stefnan sé þó tekin á að finna sér starf hér heima til að vera nær fjölskyldunni og nýfæddum syni. „Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum. Menning Leikhús Bretland Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
„Þetta er það sem ég hef verið að stefna á síðustu fimm ár eftir að ég flutti út til London, þannig þetta er draumur að rætast,“ segir Ari sem útskrifaðist á síðasta ári sem leikari í borginni stóru. Síðasta árið hefur hann mætt í hinar ýmsu prufur ytra hjá West End leikhúsinu og meðal annars komist tvisvar í lokaúrtak fyrir Óperudrauginn. View this post on Instagram A post shared by Broadway Entertainment Group (@broadway_entertainment_group) Í fótspor síns gamla kennara Óperudraugurinn eða The Phantom of the Opera á frummálinu er einn vinsælasti söngleikur allra tíma. Lögin úr söngleiknum eru eftir Andrew Lloyd Webber og er hann byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir franska rithöfundinn Gaston Leroux. Ari mun bregða sér í hin ýmsu hlutverk í sýningunni og verður til taks ef hlaupa þarf í skarðið fyrir sjálfan óperudrauginn. „Ég fer núna bara á sunnudaginn út til London á æfingar og svo verður Sofia fyrsta stopp 19. ágúst.“ Þar á Ari við höfuðborg Búlgaríu en á eftir Sofiu er ferðinni heitið til Lissabon, Antwerp, Prag og Ljubljana svo einhverjar borgir séu nefndar. Hann segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp þrátt fyrir að hafa ekki komist inn í fyrstu atrennum. „Maður gefst aldrei upp. Það var aldrei í kortunum. Þetta hefur verið draumur alveg síðan ég var krakki, frá því að ég sá myndina fyrst. Þá hugsaði ég bara að það væri geggjað að fá að leika Raúl eða drauginn. Þetta eru þessi epísku hlutverk sem allir þekkja.“ Ljóst er að líkur eru á að Ari muni því feta í fótspor síns gamla kennara, Garðars Thórs Cortes, sem hefur tekið þátt í hinum ýmsu uppsetningum á Óperudraugnum. Hann fór til að mynda með hlutverk draugsins sjálfs í sýningunni Love Never Dies bæði í Hamborg árin 2015 til 2016 og í Bandaríkjunum 2017 til 2018. Stefnan svo tekin heim Ari eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og hefur undanfarið verið búsettur hér heima. Hann segir að stefnan sé sett á að starfa við söngleikjagerð hér heima að endingu, enda vill Ari vera sem næst fjölskyldunni. „Við söknuðum auðvitað fjölskyldunnar þegar við bjuggum úti og ákváðum bara að koma heim. Mér finnst þetta tækifæri með leikhópnum ytra æðislegt en þetta reynir á fjölskyldulífið. Á endanum langar mig að koma heim og vera hluti af leikhússenunni hérna heim,“ segir Ari. Hann segir söngleikjasenuna á Íslandi í stöðugum vexti. „Eftir að hafa sérhæft mig í söngleikjatónlist og leiklist úti er það líka draumur að geta komið heim og unnið við það sem maður menntaði sig í. Lífið breytist þegar maður eignast son og maður hugsar hlutina aðeins öðruvísi,“ segir Ari á einlægum nótum.
Menning Leikhús Bretland Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira