Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 15:13 Regnbogafáninn er kominn til að vera. Reykjavíkurborg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Helga Haraldsdóttir, formaður Hinsegin daga, bauð fólk velkomið á viðburðinn en partur af hinsegin hátíðarhöldum hvers árs hefur verið að mála götur borgarinnar í regnbogans litum með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni var málaður varanlegur regnbogafáni. Hrefna Þórarinsdóttir forstöðukona hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fagnaði fánanum enda ekkert sem gæfi til kynna að í húsinu væri hinsegin félagsmiðstöð og að hana sæki um eitt hundrað ungmenni í hverri viku. Hrefna Þórarinsdóttir er forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar.Reykjavík „Ég er stolt og meyr að hér sé í dag málaður svokallaður inngildandi framfarafáni fyrir framan félagsmiðstöðina, hjarta samfélags hinsegin ungmenna,“ sagði Hrefna. Mikilvægt skjól í harðnandi orðræðu Snæ Humadóttir sem sótt hefur hinsegin félagsmiðstöðina á hverjum þriðjudegi í þrjú ár sagði viðstöddum frá því hversu mikilvægt hlutverk Hinsegin félagsmiðstöðin hefði leikið í lífi hennar síðustu ár. Þar hafi hún eignast vini, fyrirmyndir og í raun fjölskyldu í því fallega samfélagi sem skapast hafi í félagsmiðstöðinni. Snæ Humadóttir segir Hinsegin félagsmiðstöðina hafa leikið mikilvægt hlutverk í sínu lífi.Reykjavíkurborg Þó að hún sjálf fái fullan stuðning frá sinni fjölskyldu búi því miður ekki allir svo vel. Fyrir þá sé Hinsegin félagsmiðstöðin mjög mikilvæg enda veiti hún líka skjól á sama tíma og orðræðan hafi harðnað. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tók einnig til máls og setti Hinsegin daga formlega. Einar Þorsteinsson setti Hinsegin daga.Reykjavíkurborg „Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg er mikilvægt stoð í lífi hinsegin ungmenna af öllu höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Áætlað er að um 40% ungmennanna sem sækja félagsmiðstöðina komi frá öðrum sveitarfélögum og eru öll velkomin,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir „Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32 Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54 Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Sjáðu mamma, þarna er fáninn okkar!“ Á ferð um landið í sumar tókum við fjölskyldan eftir regnbogagötum, gangbrautum og veggjum víða þar sem við komum. Í hvert einasta sinn bentu dætur mínar okkur mæðrunum á litina, stoltar og glaðar. Þær eru meðvitaðar um að okkar fjölskylda er aðeins öðruvísi en flestar aðrar fjölskyldur, enda þurfa þær að útskýra fyrir öllum nýjum vinum af hverju þær eiga tvær mömmur og hvernig þær sjálfar urðu til. 21. ágúst 2023 13:32
Hreinsaði óvelkomna málningu af regnbogafánanum Skemmdarvargur málaði dónaleg skilaboð á regnbogafánann á Skólavörðustíg í skjóli nætur. Maður á vegum Reykjavíkurborgar var ekki lengi að mæta á staðinn í morgun og þrífa upp eftir ódáminn. 27. ágúst 2023 14:54
Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. 12. ágúst 2023 11:33