Körfubolti

Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn

Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu.

Körfubolti

Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið

Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram.

Körfubolti

„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“

Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann.

Körfubolti

„Þurfti bara að taka til í hausnum“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig.

Körfubolti

„Veit að strákarnir í flokknum hjá Tindastóli eru miður sín yfir þessu“

„Ég var eiginlega bara í sjokki og átti bara síst von á þessu, að það væri einhver sem færi og gengi á bak orða sinna,“ segir Þórir Guðmundsson, formaður barna- og unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, eftir að Tindastóll sendi formlega kvörtun inn til KKÍ vegna þess að Vestri hafði notað ólöglegan leikmann í leikjum liðanna í 11. flokki karla.

Körfubolti