Pavel: „Ég var brjálaður vísindamaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 14:01 Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/hulda margrét Pavel Ermolinskij segir að sér hafi mistekist að koma áherslunum sínum til skila til leikmanna Tindastóls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta þætti GAZins, nýs hlaðvarps í umsjón Pavels. Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Í fyrsta þættinum af GAZi fer Pavel yfir tískubylgjur í íþróttum, hvernig ein ráðandi hugmyndafræði tekur við af annarri. Hann ræðir einnig um hugrekkið til að gera breytingar og tók dæmi af því þegar hann reyndi að breyta hinni svokölluðu Slavavörn og innleiða þær áherslur hjá Tindastóli. Slavavörnin, sem er nefnd eftir Pavel, gengur út á leyfa veikasta sóknarmanni andstæðingsins að vera með boltann og mana hann til að skjóta. Þegar Pavel var ráðinn þjálfari Tindastóls vildi hann hins vegar ekki leyfa nein opin skot. Krot sem enginn skildi nema ég „Smám saman byrjaði það að naga mig að innan að gefa opin skot. Ég hætti að geta sætt mig við það. Það er ekki nógu aggresívt hugsaði ég. Því byrjaði vörnin að þróast aftur þegar ég tók við liði Tindastóls. Engin opin skot, neitt. Þú átt að geta gert það sama án þess að gefa neitt upp,“ sagði Pavel í GAZinu. „Til að gera langa sögu stutta sat ég í kompunni minni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki tímunum saman með fjall af blöðum fyrir framan mig sem innihéldu teikningar, af pýramídum til dæmis, og öðru kroti sem enginn skildi nema ég. Ég var brjálaður vísindamaður. Þetta var allt skýrt í kollinum á mér. Ég var kominn með þetta. Næsta bylgja var að fara að hefjast.“ Vaknaði upp úr transinum Þrátt fyrir góðan vilja tókst Pavel ekki að koma nýju áherslunum sínum til skila. „Mér tókst ekki að innleiða pýramídana mína. Ég reyndi og reyndi en það vantaði herslumuninn. Ég var ekki beint með mannskapinn í það og gat heldur ekki komið þessu frá mér á skilvirkan hátt. Ég var því einn af þeim sem var að reyna að finna nýja leið, mína eigin leið, en mistókst,“ sagði Pavel. „Blessunarlega vaknaði ég upp úr þessum trans, aðlaga mig að því sem ég hafði og á endanum tókst okkur að skapa okkar eigin í sameiningu og vinna Íslandsmeistaratitil.“ Pavel hætti sem þjálfari Tindastóls síðasta vor en hann er eini maðurinn sem hefur gert liðið að Íslandsmeisturum. Pavel er nýjasti liðsmaður Bónus körfuboltakvölds og auk þess að vera álitsgjafi í þættinum lýsir hann einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Hlusta má á fyrsta þáttinn af GAZinu hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Tindastóll Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira