Valsmenn neituðu að veita viðtöl Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 21:44 Finnur Freyr Stefánsson stýrði Val til Íslandsmeistaratitils í vor, á Hlíðarenda. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals veittu engin viðtöl eftir tapið gegn Keflavík í kvöld, í Meistarakeppni karla í körfubolta. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október. Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október.
Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
„Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43