Körfubolti

Knicks og Timberwol­ves opna leik­manna­markaðinn með látum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Julius Randle og Karl-Anthony Towns skipta um lið.
Julius Randle og Karl-Anthony Towns skipta um lið. Mitchell Leff/Getty Images

New York Knicks og Minnesota Timberwolves opna leikmannamarkað NBA-deildarinnar í körfubolta með sannkölluðum risaskiptum. Miðherjinn Karl-Anthony Towns er á leið New York á meðan Minnesota fær Julius Randle og Donte DiVincenzo ásamt fyrsta valrétti í nýliðavalinu.

Væntingar til New York-liðsins hafa sjaldan verið meiri en félagið fór í aðra umferð úrslitakeppninnar þar sem það tapaði fyrir Indiana Pacers í sjö leikjum. Julius Randle var ekki með liðinu í úrslitakeppninni eftir að þurfa aðgerð á öxl.

Randle lék með Lakers áður en hann gekk í raðir Knicks og hefur hann opinberlega talað um hvað honum líður vel í New York. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann bregst við því að vera mættur til Minnesota sem er talsvert minna lið sögulega séð þó það sé með betri liðum í NBA-deildinni um þessar myndir.

Hvað Donte DiVincenzo varðar þá gekk hann í raðir New York frá Golden State Warriors fyrir síðustu leiktíð og naut sín vel í Stóra eplinu. Hann hefur nú verið sendur til Minnesota sem komst alla leið í úrslit vesturhluta NBA-deildarinnar í vor.

Hinn 28 ára gamli Towns hefur allan sinn feril spilað með Timberwolves og virðist - ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter  - ekkert sérstaklega sáttur.

Towns hefur spilað 573 leiki í NBA-dieldinni og er með 23 stig, 11 fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×