Körfubolti

Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir

Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti.

Körfubolti

„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“

Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur.

Körfubolti

„Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu“

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta þarf nær örugglega að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar og greiða Ítölum fyrir framkvæmdina. „Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

Körfubolti

Bolarnir börðust til enda en baulað á Boston

Chicago Bulls fengu aðeins á sig 11 stig í lokaleikhlutanum, en skoruðu 39, gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bolarnir tryggðu sér 128-114 sigur eftir að hafa verið 19 stigum undir seint í þriðja leikhluta.

Körfubolti