Valencia vann leik dagsins með átta stiga mun, lokatölur 80-72. Liðinu gekk þó illa að hrista gestina frá Granada þó svo að Martin og félagar hafi alltaf verið skrefi á undan.
Martin spilaði alls 14 mínútur í leiknum. Skoraði hann 2 stig, tók 2 fráköst og gaf stoðsendingu.
Valencia er í 8. sæti ACB-deildarinnar en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.