Körfubolti „Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Körfubolti 21.11.2022 22:31 Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma. Körfubolti 21.11.2022 22:30 „Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21.11.2022 21:30 Yngvi mun ekki klára tímabilið í Kópavogi Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið. Körfubolti 21.11.2022 20:47 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Körfubolti 21.11.2022 20:25 Björn Kristjánsson spilar ekki meira með KR á leiktíðinni Björn Kristjánsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR í Subway deild karla í körfubolta í bili. Hann var heiðraður með blómvendi fyrir leik liðsins gegn Val í gærkvöld en hann glímir við veikindi sem halda honum nú frá keppni. Körfubolti 21.11.2022 20:01 „Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“ Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat. Körfubolti 21.11.2022 16:31 Hitt liðið fékk flautukörfuna eftir furðulega atburðarás Afar óvenjuleg uppákoma varð í leik Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í gær þar sem annar leikhluti leiksins var í raun kláraður eftir hálfleikshléið. Körfubolti 21.11.2022 14:00 Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana. Körfubolti 21.11.2022 13:31 Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Körfubolti 21.11.2022 10:30 „Núna erum við með Julio en vorum með Bjarna sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. Körfubolti 20.11.2022 22:58 Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-110 | Allt nema eitt eins og það á að vera Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77. Körfubolti 20.11.2022 22:36 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. Körfubolti 20.11.2022 22:05 „Fyrir mér er þetta löngu búið“ Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. Körfubolti 20.11.2022 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. Körfubolti 20.11.2022 21:04 Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir Körfubolti 20.11.2022 20:40 Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Körfubolti 20.11.2022 20:28 Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan. Körfubolti 20.11.2022 11:31 Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 20.11.2022 09:27 Tryggvi og félagar unnu sigur í fallbaráttuslag Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza heimsóttu Real Betis í fallbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 19.11.2022 18:56 Er Keflavík óstöðvandi? Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi. Körfubolti 19.11.2022 10:31 Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Körfubolti 19.11.2022 09:31 Tinna Guðrún vann sér sæti í íslenska körfuboltalandsliðinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 18.11.2022 13:30 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Körfubolti 18.11.2022 12:31 Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.11.2022 15:27 Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir. Körfubolti 17.11.2022 14:31 Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Körfubolti 17.11.2022 07:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 63-68 | Keflavík með fullt hús eftir tíu leiki Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn. Körfubolti 16.11.2022 23:00 „Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Körfubolti 16.11.2022 22:30 Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó. Körfubolti 16.11.2022 21:13 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Körfubolti 21.11.2022 22:31
Umfjöllun: Höttur - Stjarnan 89-92 | Stjarnan marði Hött í framlengingu Stjarnan komst aftur á skrið eftir tvo tapleiki í röð með að vinna Hött á Egilsstöðum í kvöld og stöðvaði þar með þriggja leikja sigurgöngu heimamanna. Stjarnan knúði fram sigur í framlengingu eftir að Höttur hafði unnið upp forskot á lokamínútu venjulegs leiktíma. Körfubolti 21.11.2022 22:30
„Ef þetta verður svona þá hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu“ Fáliðaðir Grindvíkingar gáfu sterku liði Tindastóls hörkuleik í Grindavík í kvöld. Eftir að gestirnir höfðu byggt upp nokkuð gott forskot í hálfleik komu Grindvíkingar til baka með látum í þriðja leikhluta og komust yfir tvisvar. Fór það hins vegar svo að Tindastóll vann leikinn með 11 stiga mun, lokatölur 83-94. Körfubolti 21.11.2022 21:30
Yngvi mun ekki klára tímabilið í Kópavogi Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Yngvi Gunnlaugsson mun ekki klára tímabilið sem þjálfari meistaraflokks kvenna sem leikur í Subway deild kvenna. Jeremy Smith, leikmaður karlaliðs Breiðabliks, mun stýra liðinu út tímabilið. Körfubolti 21.11.2022 20:47
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-94 | Stólarnir sterkari á lokasprettinum Tindastóll vann sinn þriðja sigur í Subway deild karla í körfubolta þegar liðið heimsótti Grindavík í kvöld. Grindavík hafði unnið tvo leiki í röð en Stólarnir stöðvuðu þá sigurgöngu og unnu 11 stiga sigur. Körfubolti 21.11.2022 20:25
Björn Kristjánsson spilar ekki meira með KR á leiktíðinni Björn Kristjánsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir KR í Subway deild karla í körfubolta í bili. Hann var heiðraður með blómvendi fyrir leik liðsins gegn Val í gærkvöld en hann glímir við veikindi sem halda honum nú frá keppni. Körfubolti 21.11.2022 20:01
„Þeir þurfa að fríska upp í krúinu í kringum hann“ Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, er gestur í NBA-þættinum Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport í kvöld. Hann hefur sínar skoðanir á liði Miami Heat. Körfubolti 21.11.2022 16:31
Hitt liðið fékk flautukörfuna eftir furðulega atburðarás Afar óvenjuleg uppákoma varð í leik Dallas Mavericks og Denver Nuggets í NBA-deildinni í gær þar sem annar leikhluti leiksins var í raun kláraður eftir hálfleikshléið. Körfubolti 21.11.2022 14:00
Fær milljarða í laun en var stigalaus á 95 mínútum í röð Það er vel hægt að fullyrða að bandaríski körfuboltamaðurinn P. J. Tucker sé ískaldur þessa dagana. Körfubolti 21.11.2022 13:31
Kyrie Irving slapp úr banninu í nótt Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving gat loksins mætt í vinnuna í NBA-deildinni í nótt en hann snéri þá aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru. Körfubolti 21.11.2022 10:30
„Núna erum við með Julio en vorum með Bjarna sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. Körfubolti 20.11.2022 22:58
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-110 | Allt nema eitt eins og það á að vera Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi Subway-deildar karla í körfubolta með fimmta sigrinum í röð þegar þeir unnu slaka KR-inga í Vesturbænum af afar miklu öryggi, 110-77. Körfubolti 20.11.2022 22:36
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. Körfubolti 20.11.2022 22:05
„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. Körfubolti 20.11.2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. Körfubolti 20.11.2022 21:04
Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir Körfubolti 20.11.2022 20:40
Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Körfubolti 20.11.2022 20:28
Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan. Körfubolti 20.11.2022 11:31
Utah Jazz tyllti sér á topp Vesturdeildarinnar Utah Jazz skellti Portland Trail Blazers í toppslag í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 20.11.2022 09:27
Tryggvi og félagar unnu sigur í fallbaráttuslag Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza heimsóttu Real Betis í fallbaráttuslag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 19.11.2022 18:56
Er Keflavík óstöðvandi? Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi. Körfubolti 19.11.2022 10:31
Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Körfubolti 19.11.2022 09:31
Tinna Guðrún vann sér sæti í íslenska körfuboltalandsliðinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir komandi tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 18.11.2022 13:30
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. Körfubolti 18.11.2022 12:31
Braut tennurnar í Brynjari Björns fyrir níu árum og er nú mættur aftur á Klakann Grindvíkingar hafa tekið ákvörðun um að skipta um bandaríska leikmann liðsins en félagið lét David Azore fara eftir fimm umferðir í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.11.2022 15:27
Meiddist aftur eftir að hafa stigið á fót áhorfanda LaMelo Ball lék sinn fyrsta heimaleik fyrir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann fór þó ekki eins og hann vonaðist eftir. Körfubolti 17.11.2022 14:31
Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Körfubolti 17.11.2022 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 63-68 | Keflavík með fullt hús eftir tíu leiki Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn. Körfubolti 16.11.2022 23:00
„Við hverju búist þið með þennan hóp? Þið búist við sigri því ég er þarna“ Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Brooklyn Nets í NBA deildinni í körfuknattleik í upphafi tímabils. Liðið er aðeins með sex sigra í fimmtán leikjum og nú hefur Kevin Durant tjáð sig um stöðu liðsins og ástæðu þess að hann bað um skipti frá félaginu fyrr í haust. Körfubolti 16.11.2022 22:30
Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó. Körfubolti 16.11.2022 21:13