Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 101-83 | Langþráður sigur Hauka Smári Jökull Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 19:20 vísir/bára Haukar unnu sinn annan sigur í síðustu níu leikjum þegar þeir lögðu Stjörnuna í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og eru að detta aftur úr í baráttu um sæti í úrslitakeppni. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og komust í 9-3 en Haukar voru ekki lengi að svara fyrir sig og náðu forystunni þó Stjarnan hafi á endanum leitt 28-25 eftir fyrsta leikhlutann. Haukar hittu úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum og skutu sig þannig inn í leikinn. Annar fjórðungur var svipaður. Stjörnumenn voru yfirleitt skrefinu á undan. Antti Kanervo var að setja niður góð skot en hjá Haukum var Everage Richardsson í aðalhlutverki. Í síðari hálfleik voru heimamenn miklu betra liðið á vellinum. Osku Heinonen setti þriggja stiga skot til að koma Haukum í 60-55 og það gaf þeim byr undir báða vængi. Haukar leiddu með níu stigum fyrir lokafjórðunginn og þar byrjuðu þeir á að stela boltanum af Stjörnunni í fyrstu vörn. Leikmenn Stjörnunnar virtust brotnir andlega og Haukamenn gengu á lagið. Trú gestanna á verkefninu hvarf smátt og smátt og troðslur David Okeke bættu ekki stöðuna. Haukar komust tuttugu stigum yfir og unnu að lokum átján stiga sigur, lokatölur 101-83. Af hverju unnu Haukar? Í síðari hálfleik voru þeir einfaldlega miklu betri. Það var átakanlegt að sjá lið Stjörnunnar koðna niður smátt og smátt og augljóst að tapleikir undanfarnar vikur hafa lagst þungt á þá. Haukamenn voru kraftmiklir, spiluðu grimman varnarleik og voru skynsamir í sóknarleiknum. Þeir náðu loks góðri frammistöðu út allan leikinn og það skilaði þeim tveimur stigum í kvöld. Þessir stóðu upp úr: Evereage Richardsson var magnaður í liði Hauka. Hann skoraði 28 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. De´Sean Parsons spilaði sömuleiðis vel og átti líklega sinn besta leik fyrir Hauka. Fyrirliðinn Osku Heinonen er frábær þriggja stiga skytta og sýndi það í kvöld. Antti Kanervo var langbestur Stjörnumanna sóknarlega. Hann var áræðinn og setti niður góð skot. Tómas Þórður Hilmarsson byrjaði af miklum krafti en lenti í villuvandræðum snemma. Hvað gekk illa? Það var eiginlega allt sem gekk illa hjá Stjörnuliðinu í seinni hálfleik. Þeir virtust missa trúna á verkefninu og lykilmenn liðsins stigu ekki upp þegar á þurfti að halda. Ægir Þór Steinarsson hefur borið liðið á herðum sér lengi vel í vetur og hitti ekki á góðan dag sóknarlega. Þá vantaði liðið meira framlag frá Bandaríkjamanninum James Ellisor. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og spila liðin ekki næst fyrr en 7. mars. Næsti leikur Stjörnunnar er heimaleikur gegn Hetti. Það verður algjör lykilleikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Sama kvöld leika Haukar við Tindastól á heimavelli en Stólarnir eru í sömu baráttu og lið Stjörnunnar og Hattar. „Erum búnir að vera alltof lélegir alltof lengi til að vera að telja“ Það var brosandi þjálfari Hauka Maté Dalmay sem mætti í viðtal til blaðamanns eftir leikinn í kvöld enda Haukarnir aðeins að vinna sinn annan leik í síðustu níu í Subway-deildinni. „Við töluðum um það að okkur þráir í sigur og að hafa smá gaman af þessu. Sérstaklega fyrir þriggja vikna pásu snemma á miðvikudegi. Þetta var ekkert rosalega flókið inni í klefa. Það eru allir tilbúnir að tjá sig og hafa skoðanir en síðan höfum við ekkert sýnt 40 mínútur og jafnvel ekki 20 af smá stemmningu. Maður hefur eiginlega verið að spyrja suma til hvers þeir eru í körfubolta,“ sagði Maté eftir leik. Maté DalmayVísir / Anton Brink „Þetta var gaman og mér fannst líka að á meðan leikurinn var í járnum og þeir yfir, þá fannst mér menn samt ekki hengja haus og vera í væli og vorkenna sjálfum sér sem hefur einkennt okkur.“ Maté sagði uppskriftina að sigrinum í kvöld ekkert hafa verið flókna. „Það sem við ætluðum að gera gekk upp í dag. Ákveðnar varnarfærslur gengu upp. Tommi (Tómas Þórður Hilmarsson) setti þrjá þrista í byrjun sem við ætluðum reyndar að lifa með. Þetta kannski hljómar ógeðslega heimskulega en við vorum fínir í vörn gegn Val. Við vorum oft á tíðum fínir í vörn á móti Þór Þorlákshöfn hérna heima. Við höfum ekki náð að breyta varnarstoppum í körfur hinu megin og ná áhlaupum.“ „Við erum búnir að fara í grunninn. Æfa okkur þrír á móti tveimur og hlaupa línur. Jú jú, De´Sean hljóp Júlíus Orra einu sinni niður. Við höfum verið aðallega í því að hlaupa menn niður.“ Maté er yfirleitt líflegur á hliðarlínunni í leikjum.Vísir/Bára Dröfn Haukar eru ennþá í 10. sæti deildarinnar með tíu stig og ennþá vantar liðið átta stig til að ná þeim liðum sem sitja í úrslitakeppnissætum. Er raunhæft að gera atlögu að úrslitakeppninni? „Á meðan við vorum alltaf að tala um hvað er raunhæft og hvað ekki og horfa niður eða horfa upp, þá höfum við verið ömurlegir. Þannig að ég ætla bara að horfa á það að fá Sigvalda (Eggertsson) og Breka (Gylfason) til baka eftir höfuðmeiðsli og öklavandamál, Tomma eftir veikindi og vinna Tindastól hér á heimavelli eftir þrjár vikur.“ „Við erum búnir að vera alltof lélegir alltof lengi til að vera að telja. Við þurfum að einbeita okkur að því að ná einhverri jákvæðni og klára þetta eins og menn. Svo þegar er talið upp þá held ég að við séum orðnir of langt á eftir. Því miður,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Everage: Snýst um undirbúninginn alla vikuna Everage Richardsson átti frábæran leik fyrir Hauka í kvöld og virðist vera kominn vel inn í leik liðsins eftir vistaskiptin frá Breiðabliki. „Þetta var mjög sætt. Við vissum að við gætum gert þetta en við þurftum bara að sjá það sjálfir. Þetta var mjög gaman,“ sagði Everage Richardsson í viðtali við Vísi eftir leik. „Við höfum verið að vinna að því alla vikuna að láta mótlæti ekki hafa áhrif á okkur og standa saman. Þetta gekk upp í dag.“ Everage Lee Richardson í búningi Blika en hann skipti yfir til Hauka fyrir ekki svo löngu síðan. Hann sagði að liðið hefði tekið sig saman eftir tapið gegn Val í síðustu umferð og unnið að bætingu alla viikuna. „Þetta snýst um undirbúninginn alla vikuna. Okkur leið ekki vel eftir tapið í síðustu viku og okkur langaði ekki að fara í fríið með þannig tilfinningu. Nú fáum við sjálfstraust og við viljum klára tímabilið á jákvæðan hátt.“ „Við tökum einn leik í einu, við viljum auðvitað vinna þá alla og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Everage að lokum. Subway-deild karla Haukar Stjarnan
Haukar unnu sinn annan sigur í síðustu níu leikjum þegar þeir lögðu Stjörnuna í Subway-deildinni í kvöld. Stjarnan hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum og eru að detta aftur úr í baráttu um sæti í úrslitakeppni. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur í kvöld og komust í 9-3 en Haukar voru ekki lengi að svara fyrir sig og náðu forystunni þó Stjarnan hafi á endanum leitt 28-25 eftir fyrsta leikhlutann. Haukar hittu úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum og skutu sig þannig inn í leikinn. Annar fjórðungur var svipaður. Stjörnumenn voru yfirleitt skrefinu á undan. Antti Kanervo var að setja niður góð skot en hjá Haukum var Everage Richardsson í aðalhlutverki. Í síðari hálfleik voru heimamenn miklu betra liðið á vellinum. Osku Heinonen setti þriggja stiga skot til að koma Haukum í 60-55 og það gaf þeim byr undir báða vængi. Haukar leiddu með níu stigum fyrir lokafjórðunginn og þar byrjuðu þeir á að stela boltanum af Stjörnunni í fyrstu vörn. Leikmenn Stjörnunnar virtust brotnir andlega og Haukamenn gengu á lagið. Trú gestanna á verkefninu hvarf smátt og smátt og troðslur David Okeke bættu ekki stöðuna. Haukar komust tuttugu stigum yfir og unnu að lokum átján stiga sigur, lokatölur 101-83. Af hverju unnu Haukar? Í síðari hálfleik voru þeir einfaldlega miklu betri. Það var átakanlegt að sjá lið Stjörnunnar koðna niður smátt og smátt og augljóst að tapleikir undanfarnar vikur hafa lagst þungt á þá. Haukamenn voru kraftmiklir, spiluðu grimman varnarleik og voru skynsamir í sóknarleiknum. Þeir náðu loks góðri frammistöðu út allan leikinn og það skilaði þeim tveimur stigum í kvöld. Þessir stóðu upp úr: Evereage Richardsson var magnaður í liði Hauka. Hann skoraði 28 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst. De´Sean Parsons spilaði sömuleiðis vel og átti líklega sinn besta leik fyrir Hauka. Fyrirliðinn Osku Heinonen er frábær þriggja stiga skytta og sýndi það í kvöld. Antti Kanervo var langbestur Stjörnumanna sóknarlega. Hann var áræðinn og setti niður góð skot. Tómas Þórður Hilmarsson byrjaði af miklum krafti en lenti í villuvandræðum snemma. Hvað gekk illa? Það var eiginlega allt sem gekk illa hjá Stjörnuliðinu í seinni hálfleik. Þeir virtust missa trúna á verkefninu og lykilmenn liðsins stigu ekki upp þegar á þurfti að halda. Ægir Þór Steinarsson hefur borið liðið á herðum sér lengi vel í vetur og hitti ekki á góðan dag sóknarlega. Þá vantaði liðið meira framlag frá Bandaríkjamanninum James Ellisor. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og spila liðin ekki næst fyrr en 7. mars. Næsti leikur Stjörnunnar er heimaleikur gegn Hetti. Það verður algjör lykilleikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni. Sama kvöld leika Haukar við Tindastól á heimavelli en Stólarnir eru í sömu baráttu og lið Stjörnunnar og Hattar. „Erum búnir að vera alltof lélegir alltof lengi til að vera að telja“ Það var brosandi þjálfari Hauka Maté Dalmay sem mætti í viðtal til blaðamanns eftir leikinn í kvöld enda Haukarnir aðeins að vinna sinn annan leik í síðustu níu í Subway-deildinni. „Við töluðum um það að okkur þráir í sigur og að hafa smá gaman af þessu. Sérstaklega fyrir þriggja vikna pásu snemma á miðvikudegi. Þetta var ekkert rosalega flókið inni í klefa. Það eru allir tilbúnir að tjá sig og hafa skoðanir en síðan höfum við ekkert sýnt 40 mínútur og jafnvel ekki 20 af smá stemmningu. Maður hefur eiginlega verið að spyrja suma til hvers þeir eru í körfubolta,“ sagði Maté eftir leik. Maté DalmayVísir / Anton Brink „Þetta var gaman og mér fannst líka að á meðan leikurinn var í járnum og þeir yfir, þá fannst mér menn samt ekki hengja haus og vera í væli og vorkenna sjálfum sér sem hefur einkennt okkur.“ Maté sagði uppskriftina að sigrinum í kvöld ekkert hafa verið flókna. „Það sem við ætluðum að gera gekk upp í dag. Ákveðnar varnarfærslur gengu upp. Tommi (Tómas Þórður Hilmarsson) setti þrjá þrista í byrjun sem við ætluðum reyndar að lifa með. Þetta kannski hljómar ógeðslega heimskulega en við vorum fínir í vörn gegn Val. Við vorum oft á tíðum fínir í vörn á móti Þór Þorlákshöfn hérna heima. Við höfum ekki náð að breyta varnarstoppum í körfur hinu megin og ná áhlaupum.“ „Við erum búnir að fara í grunninn. Æfa okkur þrír á móti tveimur og hlaupa línur. Jú jú, De´Sean hljóp Júlíus Orra einu sinni niður. Við höfum verið aðallega í því að hlaupa menn niður.“ Maté er yfirleitt líflegur á hliðarlínunni í leikjum.Vísir/Bára Dröfn Haukar eru ennþá í 10. sæti deildarinnar með tíu stig og ennþá vantar liðið átta stig til að ná þeim liðum sem sitja í úrslitakeppnissætum. Er raunhæft að gera atlögu að úrslitakeppninni? „Á meðan við vorum alltaf að tala um hvað er raunhæft og hvað ekki og horfa niður eða horfa upp, þá höfum við verið ömurlegir. Þannig að ég ætla bara að horfa á það að fá Sigvalda (Eggertsson) og Breka (Gylfason) til baka eftir höfuðmeiðsli og öklavandamál, Tomma eftir veikindi og vinna Tindastól hér á heimavelli eftir þrjár vikur.“ „Við erum búnir að vera alltof lélegir alltof lengi til að vera að telja. Við þurfum að einbeita okkur að því að ná einhverri jákvæðni og klára þetta eins og menn. Svo þegar er talið upp þá held ég að við séum orðnir of langt á eftir. Því miður,“ sagði Maté Dalmay að lokum. Everage: Snýst um undirbúninginn alla vikuna Everage Richardsson átti frábæran leik fyrir Hauka í kvöld og virðist vera kominn vel inn í leik liðsins eftir vistaskiptin frá Breiðabliki. „Þetta var mjög sætt. Við vissum að við gætum gert þetta en við þurftum bara að sjá það sjálfir. Þetta var mjög gaman,“ sagði Everage Richardsson í viðtali við Vísi eftir leik. „Við höfum verið að vinna að því alla vikuna að láta mótlæti ekki hafa áhrif á okkur og standa saman. Þetta gekk upp í dag.“ Everage Lee Richardson í búningi Blika en hann skipti yfir til Hauka fyrir ekki svo löngu síðan. Hann sagði að liðið hefði tekið sig saman eftir tapið gegn Val í síðustu umferð og unnið að bætingu alla viikuna. „Þetta snýst um undirbúninginn alla vikuna. Okkur leið ekki vel eftir tapið í síðustu viku og okkur langaði ekki að fara í fríið með þannig tilfinningu. Nú fáum við sjálfstraust og við viljum klára tímabilið á jákvæðan hátt.“ „Við tökum einn leik í einu, við viljum auðvitað vinna þá alla og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Everage að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum