Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda, en Valskonur leiddu með fjórum stigum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 31-27.
Í síðari hálfleik virtist enn ætla að ganga brösulega að skilja liðin að og var staðan jöfn, 48-48, þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum.
Gestirnir í Snæfelli náðu forystunni í stöðunni 53-54, en Valsliðið sigldi fram úr á lokakaflanum og vann að lokum tólf stiga sigur, 69-57.
Téa Adams var stigahæst í liði Vals með 18 stig ásamt því að taka tíu fráköst. Brooklynn Pannell bætti við 15 stigum og 12 fráköstum. Í liði Snæfellinga var Shawnta Shaw atkvæðamest með 17 stig og átta fráköst