„Eins og að vera fastur í hryllingsmynd“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 19:59 Arnar Guðjónsson var vonsvikinn eftir leik kvöldsins. Vísir/Diego Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð. „Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“ Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur í heild sinni er mjög slakur og þeir fara mjög illa með okkur í sókn í þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta einhvern veginn gefumst við upp. Blaðran sprungin, trúin farin og andleysi,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar eftir 101-83 tap fyrir Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Hann sagði að það hefði verið erfitt að horfa upp á hans lið einfaldlega ekki hafa hausinn í að gera atlögu að sigrinum í fjórða leikhluta. „Það er bara eins og að vera fastur í einhverri hryllingsmynd. Þetta var rosalega þungt og erfitt. Mér líður bara mjög illa, ég skal viðurkenna það.“ Arnar sagði að þrátt fyrir nokkuð góðan gang á æfingum þá legðist það á sálina á öllum þegar svona illa gengur en Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á þessu ári og tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. „Við erum með hóp af góðum strákum sem eru að leggja sig fram. Á æfingum er góður taktur í þeim en auðvitað leggst þetta á okkur alla. Þetta er vinnan hjá fólki, lífsviðurværi hjá mörgum og ástríðan hjá okkur. Þegar það gengur illa þá er lífið ekki skemmtilegt, alveg sama hvað annað er í gangi.“ „Það verður bara þungt og þyngra með hverjum tapleiknum. Fólk setur rosalegan tíma í þetta og rosalega ástríðu. Þetta er mjög erfitt andlega.“ Framundan er landsleikjafrí í Subway-deildinni og var Arnar með á hreinu hvað væri framundan hjá Garðbæingum. „Við þurfum aðeins að breyta um leikstíl og það var svo sem búið að ákveða það fyrir þennan leik. Við ætlum aðeins að reyna að nýta fríið aðeins í að finna einhverjar nýjar leiðir. Það er ekkert verið að fara leggjast niður. Það þarf að bíta í skjaldarrendur og spyrna í botninn. Því ég ætla rétt að vona að honum séð náð.“
Subway-deild karla Stjarnan Haukar Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira