Körfubolti

Ný­liðinn Wembanyama með magnaðar tölur í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Wembanyama treður boltanum í körfuna. Hann átti rosalegan leik í nótt.
Victor Wembanyama treður boltanum í körfuna. Hann átti rosalegan leik í nótt. AP/Chris Young

Victor Wembanyama átti frábæran leik í nótt þegar lið hans San Antonio Spurs fór illa með Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta.

Það voru gerðar gríðarlegar væntingar til franska stráksins fyrir þetta tímabil og það lítur út fyrir að hann sé að sýna það og sanna að þær áttu rétt á sér.

Wembanyama var með 27 stig, 14 fráköst, 10 varin skot, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta í 122-99 sigri á Toronto.

Hann komst með því í fámennan hóp í NBA-sögunni því aðeins fjórir aðrir hafa náð því að vera með að lágmarki 25 stig, 10 fráköst, 10 varin skot og 5 stoðsendingar í einum leik síðan farið var að skrá varin skot 1973-74.

Hinir meðlimir klúbbsins eru Hakeem Olajuwon, Kareem Abdul-Jabbar, David Robinson og Ralph Sampson sem eru jafnframt allir meðlimir í Heiðurshöll körfuboltans.

Wembanyama varð líka fyrsti nýliði Spurs síðan Tim Duncan (1998-99) til að vera með að lágmarki 20 stig, 10 fráköst og 5 varin skot í leik.

Kannski eitt það merkilegasta við þessa þrennu Wembanyama er að hann spilaði bara í 28 mínútur og 59 sekúndur í leiknum. Enginn leikmaður í sögu NBA hefur náð bæði í 10 varin skot og 5 stoðsendingar með því að spila svo fáar mínútur í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×