Fótbolti

Sjöunda tap Leicester í röð

Ruund van Nistelrooy og lærisveinar hans í Leicester eiga ekki sjö dagana sæla í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 3. desember á síðasta ári. Liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Fulham 0-2.

Fótbolti

Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins

Eftir sex sigra í röð í ensku úrvalsdeildinni tapaði Newcastle United fyrir Bournemouth, 1-4, á St James' Park í dag. Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir gestina sem eru taplausir í tíu deildarleikjum í röð.

Enski boltinn

Solskjær tekinn við Besiktas

Ole Gunnar Solskjær hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Besiktas í Tyrklandi. Þetta er fyrsta starf hans síðan hann hætti hjá Manchester United haustið 2021.

Fótbolti

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti

„Hluti af mér sem per­sónu að hafa smá skap“

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Fótbolti