Innlent

Segja Ás­geir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu

Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann.

Innlent

Dýr­mætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggða­safni

Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. 

Innlent

„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“

Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör.

Innlent

Albert neitaði sök

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Innlent

Mikil tæki­­færi felist í að gera Þórs­mörk að þjóð­garði

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu.

Innlent

Öldrun heimilis­lækna og fólks­fjölgun valda læknaskorti

Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu.

Innlent

Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest

Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta.

Innlent

Læknaskortur og sjávar­háski

Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags íslenskra heimilislækna sem segir að skort á heimilislæknum megi meðal annars rekja til þess hversu margir séu að láta af störfum vegna aldurs. 

Innlent

Ekki náttúru­spjöll heldur for­varnir

Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum.

Innlent

„Ef þið haldið mér á­fram í fangelsi þá verður vanda­mál“

„Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári.

Innlent

„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera mal­bikaðir“

Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum.

Innlent

Skip­verji á strandveiðibát í bráðri hættu

Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.

Innlent

Þrír af hverjum fjórum sitja eftir með sárt ennið

Smiður og frændsystkini voru á meðal þeirra 75 sem tryggðu sér sæti á námsbekk í læknadeild Háskóla Íslands í vetur. Einn af hverjum fjórum próftökum fær pláss. Deildarforseti Læknadeildar vonast til að geta fjölgað læknanemum enn frekar á næstu árum.

Innlent

„Pabbi er að senda þér skila­boð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“

Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna.

Innlent

Stjórnar­flokkarnir geti allir haft á­hyggjur

Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir.

Innlent

Lítið fylgi Fram­sóknar og kynjaðar paprikur

Formaður Framsóknarflokksins segir lítið fylgi flokksins mega rekja til stöðunnar í efnahagsmálum. Prófessor í stjórnmálafræði telur meira þarna að baki, sérstaklega þreytu almennings á að flokkar, sem illa nái saman, sitji saman við ríkisstjórnarborðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent