Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 13:48 Ökumaðurinn beygði þvert yfir, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að á móti honum æki bíll á nítíu kílómetra hraða. Skjáskot Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. „Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“ Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
„Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“
Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira