Pólitískur refur og samningamaður mætast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 13:08 Myndin er frá árinu 2017 og tekin á ráðstefnu G-20 ríkja í Hamborg í Þýskalandi. Í kvöld mætast þeir Vladimír Pútín og Donald Trump á ný. vísir/ap Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“ Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir hádegi og hélt af stað til Anchorage í Alaska þar sem fundurinn mun fara fram. „Það er auðvitað margt sem er undir. Það er auðvitað stríðið í Úkraínu og endalok þess og svo samskipti Bandaríkjanna við Rússland. Það er mjög óljóst hvað út úr fundinum kemur, hvort Pútín sannfæri Trump um að hægt sé að leysa þetta stríð og koma á friði þannig að kröfum Rússa verði fullnægt,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Ýmis mál séu undir líkt og möguleg eftirgjöf landsvæða sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu. „En það er bara hluti af því sem Pútín er að sækjast eftir. Hann er líka að sækjast eftir því að koma málum þannig fyrir að Úkraína verði einhvers konar leppríki Rússlands, að rjúfa þau tengsl sem Úkraínumenn hafa verið að byggja upp við Vesturlönd, Evrópu og Bandaríkin. Þannig hann mun örugglega krefjast þess Úkraína verði ekki hluti af NATO. Hann mun fara fram á að Úkraínuher verði minnkaður, þannig það sé ljóst að Úkraína geti ekki varist innrás Rússa ef til hennar kemur aftur og hann hefur líka krafist þess að ekki verði um nein öryggisloforð að ræða, þannig að Bandaríkin eða Evrópa muni ekki geta lofað því að grípa til aðgerða ef á Úkraínu verður ráðist.“ Það sé eitthvað sem Úkraínumenn muni ekki fallast á. „En hvort þeir neyðist til þess eða ekki, það er annað mál.“ Hér má sjá Trump stíga upp í forsetavélina og halda til Alaska til fundar við Pútín.vísir/AP Áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála og viðbrögðum Trumps ef fundurinn leysist upp án niðurstöðu. „Hvort hann muni þá raunverulega fylgja eftir yfirlýsingum sínum um frekari efnahagslegar aðgerðir gagnvart Rússlandi og þá sérstaklega olíusölu. Það mun hafa mjög vondar afleiðingar fyrir Rússland efnahagslega, þannig Pútín mun örugglega reyna sitt besta til að fá Trump til að semja.“ Hjákátleg atlaga að friðarverðlaunum Guðmundur bendir á að Trump hafi einnig lýst yfir áhuga sínum á að hljóta friðarverðlaun nóbels. Sá metnaður gæti sett lit sinn á fundinum. „Það gæti ýtt undir hans vilja til þess að koma á friðarsamningi. Pútín skilur á vissan hátt hvernig Trump hugsar. Trump sér hlutina í samningum, og Pútín veit að Trump vill koma á eðlilegri samskiptum á milli Rússlands og Bandaríkjanna vegna þess að það mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Þannig það er að mörgu leyti það tromp sem Pútín hefur uppi í erminni og kemur til með að spila. Pútín lýsir sjálfum sér sem slyngum samningamanni og hann er meiri pólitískur refur. En það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif samskipti þessara tveggja einstaklinga geta haft á Evrópusöguna og það verður fróðlegt að sjá.“ Atlaga Trumps að friðarverðlaununum sé hjákátleg. „Hans aðgerðir hafa ýtt undir spennu í heiminum og þá sérstaklega í viðskiptamálum. Þó hann fái Úkraínumenn til að gefast upp fyrir Rússum held ég að það verði ekki mikil friðargjörð til lengri tíma,“ segir Guðmundur. „Þetta eru deilur sem rista mjög djúpt og þó svo að stríðið endi núna og að það verði gerður friðarsamningar með vopnahlé er þessum deilum ekki lokið. Og það leysist ekki á einum fundi.“
Donald Trump Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira