„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:30 Karl K. Ásgeirsson, formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár segir erfðablöndun hafa orðið í ánum eftir slysasleppinguna árið 2023. Karl K. Ásgeirsson Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu. Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Þrír eldislaxar veiddust í gær í Haukadalsá í Dalabyggð og hafa sýni úr þeim verið send til greiningar. Eftirlitsmaður á vegum Fiskistofu fór svo og tók út ána og taldi um hundrað fiska, sem hann telur eldislaxa, í neðsta þriðjungi árinnar. „Skrítið“ mál Í kjölfarið barst tilkynning frá Matvælastofnun um að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði, sem virtist hafa verið til staðar í nokkurn tíma og ekki hafði verið tilkynnt um. Hvort fiskarnir í Haukadalsá komi úr þeirri kví, kemur í ljós þegar niðurstöður erfðarannsókna liggja fyrir. „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur, það er mjög skrítið að það komi frétt um slysasleppingu og svo allt í einu daginn eftir uppgötvast að komið sé gat á kví,“ Segir Karl K. Ásgeirsson formaður Veiðifélags Hrútafjarðarár og Síkár. Fiskistofa mun sinna eftirliti í fleiri ám á Norðvesturlandi á næstu dögum og hefur fengið veiðifélög til liðs við sig. „Það verður að gera eitthvað í þessu, stjórnvöld þurfa að bregðast við og það þarf að gera þetta í sátt og samlindi við alla, það er ekki bara hægt að láta náttúruna gjalda fyrir þetta.“ Veiðimenn verði vakandi Hrútafjarðará og Síká eru meðal þeirra sem verst komu út úr risaslysasleppingu úr kvíum Arctic Sea Farm sumarið 2023 og hefur félagið, auk Veiðfélags Blöndu og Svartár, stefnt laxeldinu og íslenska ríkinu. Aðgerðir sem ráðast þarf í eru á kostnað landeigenda og illa hefur tekist að fá laxeldið til að endurgreiða þann kostnað. „Auðvitað óttast maður það að þetta fari víðar en maður veit svo sem ekki en við auðvitað erum búin að grípa til ráðstafana, þurfum að vera á varðbergi og leigutakinn er að senda núna skilaboð til okkar veiðimanna sem eiga bókuð holl að passa vel upp á að skoða alla laxa sem veiðast,“ segir Karl. Daníel Jakobsson, forstjóri Arctic Sea Farm hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu.
Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Fiskeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16
Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 18:00