„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 14:40 Jón á barnabörn á leikskólanum og furðar sig á viðbragðsleysi borgarinnar. Vísir/Anton Brink og Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina. Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina.
Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira